Innlent

Rændu mann sem var í spilakassa

Tveir karlmenn réðust í gærkvöldi á þann þriðja, sem var í spilakassa á veitingahúsi við Laugaveg og rændu hann fjármunum.

Hann gerði löpgreglu viðvart, sem handtók annan ræningjann skömmu síðar og vistaði í fangageymslu, þar sem hann bíður yfirheyrslu.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvort til átaka kom, eða hvort ræningjarnir veittu þolandanum einhverja áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×