Kristinn Hrafnsson í stælum á CNN Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2014 11:21 Kristinn Hrafnsson lenti í orðahnippingum við Jeffrey Toobin sem ekki vildi skilja líkingar Kristins. Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, var í viðtali á CNN um málefni Edward Snowdens í gær og lenti þá í stælum við Jeffrey Toobin lögmann og álitsgjafa. „[He’s] implicitly comparing the actions of the United States here to the Nazis, who, of course, were only following orders like the NSA. That is a grotesque and absurd comparison, and it just shows how crazy these people are… who are supporting Snowden.” („Hann er hér að líkja aðgerðum Bandaríkjanna saman við þær sem sneru að nasistum, sem voru náttúrlega, rétt eins og NSA, aðeins að framfylgja skipunum. Þetta er hrikalegur og fáránlegur samanburður, sem sýnir fyrst og síðast hversu sturlaðir þeir eru sem styðja Snowden.”) Þetta sagði er Jeffrey Toobin, lögfræðingur og blaðamaður, sem var ekki alveg með á nótunum á CNN í gær þegar Kristinn Hrafnsson vísaði til Nürnberg-lögmálsins. Eða hvernig ber að skilja þetta? „Það ber nú ekkert að skilja þetta öðru vísi en svo að þarna er á ferðinni maður sem ekki hefur skilning á því grundvallaratriði sem ég, og við hjá Wikileaks, höfum haldið fram um langt skeið að þegar uppljóstrarar standa frammi fyrir því vali að þurfa að brjóta lög til að vernda æðri gildi þá eru þeir í fullum rétti til að gera það. Ég vísaði til þess og maðurinn ákvað að misskilja þetta með þessum heiftarlega hætti sem svo olli þessum orðahnippingum,“ segir Kristinn og lætur sér hvergi bregða. Til umræðu var leiðari New York Times þar sem hvatt er til þess að Edward Snowden, fyrrum starfsmaður NSA og uppljóstrari, fá sakaruppgjöf í eigin landi. „Þetta markar ákveðin tímamót ytra og var mikið tekið eftir því í fjölmiðlum í gær. Er reyndar alveg hárrétt nema ég bætti því við að það ætti að ganga lengra og undirbúa heimkomu Edward Snowden til Bandaríkjanna sem þeirrar hetju sem hann er.“Þú ert enn að binda við það vonir að íslensk stjórnvöld greiði götu Edward Snowden? „Fyrir hálfu ári nefndi Snowden Ísland sérstaklega í fyrsta viðtali sem hann veitti og batt þá vonir við að hann fengi hér eitthvert skjól. Það varð til þess að leitað var til stjórnvalda um að þau myndu styðja við bakið á hann. Já, ég bind enn vonir við að íslenska þjóðin sjái ljósið. Það vill svo til að í árdaga, í sögu okkar lands, þegar sæmd skipti máli voru þeir kallaðir heppnir sem gátu veitt öðrum hjálparhönd og bjargað lífi. Við höfum nú tækifæri til að vera sem þjóð heppin með því að aðstoða Edward Snowden.“ Edward Snowden dvelur nú í Rússlandi þar sem hann hefur tímabundið hæli fram í ágúst en Wikileaks eru í stöðugu sambandi við hann þar. Eftir því sem næst verður komist er Snowden því ekki fráhverfur að koma til Íslands. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, var í viðtali á CNN um málefni Edward Snowdens í gær og lenti þá í stælum við Jeffrey Toobin lögmann og álitsgjafa. „[He’s] implicitly comparing the actions of the United States here to the Nazis, who, of course, were only following orders like the NSA. That is a grotesque and absurd comparison, and it just shows how crazy these people are… who are supporting Snowden.” („Hann er hér að líkja aðgerðum Bandaríkjanna saman við þær sem sneru að nasistum, sem voru náttúrlega, rétt eins og NSA, aðeins að framfylgja skipunum. Þetta er hrikalegur og fáránlegur samanburður, sem sýnir fyrst og síðast hversu sturlaðir þeir eru sem styðja Snowden.”) Þetta sagði er Jeffrey Toobin, lögfræðingur og blaðamaður, sem var ekki alveg með á nótunum á CNN í gær þegar Kristinn Hrafnsson vísaði til Nürnberg-lögmálsins. Eða hvernig ber að skilja þetta? „Það ber nú ekkert að skilja þetta öðru vísi en svo að þarna er á ferðinni maður sem ekki hefur skilning á því grundvallaratriði sem ég, og við hjá Wikileaks, höfum haldið fram um langt skeið að þegar uppljóstrarar standa frammi fyrir því vali að þurfa að brjóta lög til að vernda æðri gildi þá eru þeir í fullum rétti til að gera það. Ég vísaði til þess og maðurinn ákvað að misskilja þetta með þessum heiftarlega hætti sem svo olli þessum orðahnippingum,“ segir Kristinn og lætur sér hvergi bregða. Til umræðu var leiðari New York Times þar sem hvatt er til þess að Edward Snowden, fyrrum starfsmaður NSA og uppljóstrari, fá sakaruppgjöf í eigin landi. „Þetta markar ákveðin tímamót ytra og var mikið tekið eftir því í fjölmiðlum í gær. Er reyndar alveg hárrétt nema ég bætti því við að það ætti að ganga lengra og undirbúa heimkomu Edward Snowden til Bandaríkjanna sem þeirrar hetju sem hann er.“Þú ert enn að binda við það vonir að íslensk stjórnvöld greiði götu Edward Snowden? „Fyrir hálfu ári nefndi Snowden Ísland sérstaklega í fyrsta viðtali sem hann veitti og batt þá vonir við að hann fengi hér eitthvert skjól. Það varð til þess að leitað var til stjórnvalda um að þau myndu styðja við bakið á hann. Já, ég bind enn vonir við að íslenska þjóðin sjái ljósið. Það vill svo til að í árdaga, í sögu okkar lands, þegar sæmd skipti máli voru þeir kallaðir heppnir sem gátu veitt öðrum hjálparhönd og bjargað lífi. Við höfum nú tækifæri til að vera sem þjóð heppin með því að aðstoða Edward Snowden.“ Edward Snowden dvelur nú í Rússlandi þar sem hann hefur tímabundið hæli fram í ágúst en Wikileaks eru í stöðugu sambandi við hann þar. Eftir því sem næst verður komist er Snowden því ekki fráhverfur að koma til Íslands.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira