Innlent

Fjöldi ferðamanna skoðar norðurljósin

Gissur Sigurðsson skrifar
Norðurljós. Mynd úr safni.
Norðurljós. Mynd úr safni. mynd/vilhelm

Talið er að yfir tvö þúsund erlendir ferðamenn hafi farið út úr Reykjavík í gærkvöldi til að skoða norðurljós, eða fleiri en nokkru sinni fyrr og fengu ferðamennirnir mikið fyrir sinn snúð, að sögn eins rútubílstjórans.

Stærstu rútufyrirtækin , Allra handa og Kynnisferðir fluttu samanlagt um sextánhundruð manns á tugum rútubíla, en auk þessara tvegga stunda mörg smærri fyrirtæki slíkar ferðir og loks fara þónokkrir ferðamenn á bílaleigubílum til að skoða norðurljós.

Gísli Reynisson ók einum hópnum og segir hann gærkvöldið hafa farið fram úr björtustu vonum flestra. Ljósadýrðin hafi verið sú mesta það sem af er vetri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.