Þéttbýlust þá en strjálbýlust nú Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. janúar 2014 18:34 Höfuðborgarsvæðið hefur nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum, er komið að ákveðnum þolmörkum. Þetta segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Mikið hefur breyst frá árinu 1930 þegar Reykjavík var ein þéttbýlasta borg Norðurlanda. Ásgeir segir í nýrri grein í Vísbendingu að erfitt hafi verið að greina heildarhugsun í skipulagsmálum Reykjavíkur og vöxtur höfuðborgarsvæðisins hafi að miklu ráðist af samöngukerfum sem hafi verið við lýði.Allir í göngufæri við miðbæinn Grundvallarbreytingar hafa orðið í samsetningu byggðar í Reykjavík frá árinu 1930. Í grein Ásgeirs kemur fram að það ár hafi allir íbúar Reykjavíkur, 28 þúsund talsins, verið göngufæri við miðbæinn enda aðeins um einn til tveir kílómetrar frá miðju byggðarinnar til jaðars hennar á þeim tíma. Ásgeir segir að þróun byggðar hafi breyst hratt eftir að strætisvagnaferðir hófust árið 1931. Borgin hafi síðan haldið áfram að breiða úr sér eftir að bílar urðu að almenningseign eftir 1960 og Reykjavík fór úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í að verða sú dreifbýlasta.Samgöngukerfi borgarinnar á þolmörkum Ásgeir segir að höfuðborgarsvæðið hafi nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum sé komið að á ákveðnum þolmörkum. Ásgeir segir að sterkir hagrænir hvatar hafi skapast á síðustu árum til þess að þétta byggð með hækkandi eldsneytisverði og vaxandi umferðarálagi. Ásgeir segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að staðan sem nú sé uppi kalli á breytingar. „Þetta kallar bæði á þéttingu byggðar til að nýta betur landið á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík tekur álíka að flatarmáli og Amsterdam. Einnig verðum við að huga að samgönguæðum. Þessum stóru stofnbrautum, þær þarf að bæta, Sundabraut kemur upp í hugann.“Ferðatími vaxið mikið Ásgeir nefnir að ferðatími innan höfuðborgarsvæðisins hafi vaxið mikið á síðustu 20 árum. Mun lengri tíma taki að ferðast milli hverfa nú en áður og ferðakostnaður þar með aukist all verulega. Þá hefur fasteignaverð miðsvæðis hækkað mun meira en í hverfum utar í byggðinni. Ásgeir segir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi tekið mikilvæg skref í þátt að þéttingu byggðar eins og með að loka sárum miðsvæðis í borginni í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en gera verði meira. „Það er tvennt sem þarf að gera. Í fyrsta lagi þarf að eyða flöskuhálsum fyrir umferð, þannig að hún geti runnið í gegn. Og einnig efla annars konar samgöngur en einkabíla,“ segir Ásgeir. Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum, er komið að ákveðnum þolmörkum. Þetta segir Ásgeir Jónsson lektor í hagfræði. Mikið hefur breyst frá árinu 1930 þegar Reykjavík var ein þéttbýlasta borg Norðurlanda. Ásgeir segir í nýrri grein í Vísbendingu að erfitt hafi verið að greina heildarhugsun í skipulagsmálum Reykjavíkur og vöxtur höfuðborgarsvæðisins hafi að miklu ráðist af samöngukerfum sem hafi verið við lýði.Allir í göngufæri við miðbæinn Grundvallarbreytingar hafa orðið í samsetningu byggðar í Reykjavík frá árinu 1930. Í grein Ásgeirs kemur fram að það ár hafi allir íbúar Reykjavíkur, 28 þúsund talsins, verið göngufæri við miðbæinn enda aðeins um einn til tveir kílómetrar frá miðju byggðarinnar til jaðars hennar á þeim tíma. Ásgeir segir að þróun byggðar hafi breyst hratt eftir að strætisvagnaferðir hófust árið 1931. Borgin hafi síðan haldið áfram að breiða úr sér eftir að bílar urðu að almenningseign eftir 1960 og Reykjavík fór úr því að vera þröngbýlasta borg Norðurlanda í að verða sú dreifbýlasta.Samgöngukerfi borgarinnar á þolmörkum Ásgeir segir að höfuðborgarsvæðið hafi nú náð þeim krítíska punkti að samgöngukerfi þess, byggt á einkabílum og stofnbrautum sé komið að á ákveðnum þolmörkum. Ásgeir segir að sterkir hagrænir hvatar hafi skapast á síðustu árum til þess að þétta byggð með hækkandi eldsneytisverði og vaxandi umferðarálagi. Ásgeir segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að staðan sem nú sé uppi kalli á breytingar. „Þetta kallar bæði á þéttingu byggðar til að nýta betur landið á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavík tekur álíka að flatarmáli og Amsterdam. Einnig verðum við að huga að samgönguæðum. Þessum stóru stofnbrautum, þær þarf að bæta, Sundabraut kemur upp í hugann.“Ferðatími vaxið mikið Ásgeir nefnir að ferðatími innan höfuðborgarsvæðisins hafi vaxið mikið á síðustu 20 árum. Mun lengri tíma taki að ferðast milli hverfa nú en áður og ferðakostnaður þar með aukist all verulega. Þá hefur fasteignaverð miðsvæðis hækkað mun meira en í hverfum utar í byggðinni. Ásgeir segir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi tekið mikilvæg skref í þátt að þéttingu byggðar eins og með að loka sárum miðsvæðis í borginni í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur en gera verði meira. „Það er tvennt sem þarf að gera. Í fyrsta lagi þarf að eyða flöskuhálsum fyrir umferð, þannig að hún geti runnið í gegn. Og einnig efla annars konar samgöngur en einkabíla,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Sjá meira