Íslenskt áramótamyndband slær í gegn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. janúar 2014 10:41 Þegar klukkan sló tólf á miðnætti á gamlárskvöld myndaði Andrés Sighvatsson flugeldana með GoPro-myndavél sem fest var neðan í litla, fjögurra hreyfla, fjarstýrða þyrlu. Myndbandið setti hann á netið og hafa viðbrögðin verið mikil. Horft hefur verið á myndbandið rúmlega 20 þúsund sinnum á rétt rúmum tveimur dögum. „Ég fattaði ekki að þetta yrði svona vinsælt,“ segir Andrés í samtali við Vísi. „Þetta var nú bara eitthvað stundarbrjálæði. Vélin fór í loftið þrjár mínútur í miðnætti og lenti nokkrum mínútum síðar.“ Myndbandið er tekið í Áslandshverfinu í Hafnarfirði og segir Andrés að þetta hafi verið hans þriðja flug með vélinni sem hann fékk í byrjun desembermánaðar. „Það var ekki búið að vera hið besta veður til að fljúga en vélin er sniðug að því leyti að það þarf ekki neina reynslu til að fljúga henni. Þú hleður bara batteríin og þá er hún tilbúin í flug. Í henni er áttaviti, hæðar- og hraðamælir og GPS. Ef þú missir stjórnina eða sambandið við vélina snýr hún sjálf heim.“ Andrés játar að líklega geti hann flokkast sem græjunörd. „Já konan mín myndi allavega segja það. Ég vinn í þessum tölvubransa og hef alltaf haft áhuga á græjum. En ef ég hefði vitað að þetta myndband færi „viral“ hefði ég kannski eytt aðeins meiri tíma í það og klippt það eitthvað til.“ Myndbandið er engu að síður stórskemmtilegt og má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekinn fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Þegar klukkan sló tólf á miðnætti á gamlárskvöld myndaði Andrés Sighvatsson flugeldana með GoPro-myndavél sem fest var neðan í litla, fjögurra hreyfla, fjarstýrða þyrlu. Myndbandið setti hann á netið og hafa viðbrögðin verið mikil. Horft hefur verið á myndbandið rúmlega 20 þúsund sinnum á rétt rúmum tveimur dögum. „Ég fattaði ekki að þetta yrði svona vinsælt,“ segir Andrés í samtali við Vísi. „Þetta var nú bara eitthvað stundarbrjálæði. Vélin fór í loftið þrjár mínútur í miðnætti og lenti nokkrum mínútum síðar.“ Myndbandið er tekið í Áslandshverfinu í Hafnarfirði og segir Andrés að þetta hafi verið hans þriðja flug með vélinni sem hann fékk í byrjun desembermánaðar. „Það var ekki búið að vera hið besta veður til að fljúga en vélin er sniðug að því leyti að það þarf ekki neina reynslu til að fljúga henni. Þú hleður bara batteríin og þá er hún tilbúin í flug. Í henni er áttaviti, hæðar- og hraðamælir og GPS. Ef þú missir stjórnina eða sambandið við vélina snýr hún sjálf heim.“ Andrés játar að líklega geti hann flokkast sem græjunörd. „Já konan mín myndi allavega segja það. Ég vinn í þessum tölvubransa og hef alltaf haft áhuga á græjum. En ef ég hefði vitað að þetta myndband færi „viral“ hefði ég kannski eytt aðeins meiri tíma í það og klippt það eitthvað til.“ Myndbandið er engu að síður stórskemmtilegt og má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekinn fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira