Innlent

Fær 35 milljónir í skaðabætur frá Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þurfa að greiða konu 35 milljónir í skaðabætur.
Þurfa að greiða konu 35 milljónir í skaðabætur. mynd / vilhelm
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Garðabæ til að greiða konu búsetta í bænum yfir 35 milljónir króna í skaðabætur vegna skemmda sem urðu á húsi hennar við framkvæmdir á holræsi og vegi við Silfurtún árið 2008 en fréttavefur RÚV greinir frá þessu í dag.

Framkvæmdirnar eiga að hafa komið hreyfingu á jarðveginn sem hafi valdið skemmdum á húsið.

Að sögn lögmanns konunnar er ljóst að fleiri hús í götunni séu nokkuð illa farinn og tveir aðrir íbúar hafa nú leitað til lögfræðingsins svo hægt sé að meta þeirra mál.

Ekki er ljóst hvort Garðabær ætli sér að áfrýja málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×