Innlent

Í vandræðum á Öxnadalsheiði

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn frá Akureyri héldu í nótt upp á Öxnadalsheiði til að aðstoða fólk í tveimur föstum bílum. Tvennt var í hvorum bíl og amaði ekkert að fólkinu, sem hjálpað var til byggða.

Í gærkvöldi voru björgunarsveitarmenn lagðir af stað á heiðina til að aðstoða bíl í vandræðum, en hann komst í lag áður en þeir komu á vettvang, og nú undir morgun óskaði erlendur ferðamaður eftir aðstoð eftir að bíll hann festist á leið upp á heiðina.

Vegagerðarmenn munu væntanlega koma honum til hjálpar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×