Innlent

Fresturinn framlengdur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ingvi segist ekki geta greint frá því hversu margir hafa sótt um stöðuna.
Ingvi segist ekki geta greint frá því hversu margir hafa sótt um stöðuna. mynd/gva
Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu útvarpsstjóra hefur verið framlengdur frá 6. janúar til 12. janúar. Ingvi Hrafn Óskarsson, stjórnarformaður RÚV, segir það hafa verið ákveðið vegna tillögu Capacent sem hefur umsjón með umsóknarferlinu.

„Það var þeirra mat að það væri betra að hafa frestinn lengri en hann var upphaflega, með öllum þessum fríum sem hafa verið,“ segir Ingvi.

Hann segist ekki geta greint frá því hversu margir hafa sótt um stöðuna. „Ég bara veit það ekki einu sinni sjálfur. En við munum ekkert upplýsa um það fyrr en fresturinn rennur út. Þá verða nöfn umsækjenda birt.“

Aðspurður segir Ingvi erfitt að segja til um það hvað stjórn RÚV muni taka sér langan tíma til að fara yfir umsóknirnar. „Við vonumst til þess að ljúka ferlinu fyrir janúarlok en það getur að sjálfsögðu dregist eitthvað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×