Innlent

Vara við vonskuveðri í kvöld og nótt

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vetur konungur gerir vart við sig í nótt.
Vetur konungur gerir vart við sig í nótt. 365/Stefán
Veður fer versnandi víða um land með kvöldinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Í tilkynningunni kemur fram að á fjallvegum á austurlandi hvessi með dimmri hríð og skafrenningi.

Norðvestantil á landinu verður meðalvindhraði á bilinu 25-30 metrar á sekúndu og kófi á fjallvegum.

Þá er búist við hviðum upp undir 40 metra á sekúndu við Lómagnúp og í Öræfasveit. Sömuleiðis verða snarpar hviður fram til morguns á sunnanverðu Snæfellsnesi undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi.

Nánari upplýsingar um færð og veður víða um land má sjá á vefsíðu Vegagerðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×