Innlent

Svifryk mældist undir heilsuverndarmörkum eftir gamlárskvöld

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fyrstu klukkustundina á nýja árinu var styrkur svifryks 245 míkrógrömm á rúmmetrar í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík.
Fyrstu klukkustundina á nýja árinu var styrkur svifryks 245 míkrógrömm á rúmmetrar í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. mynd/Reykjavíkurborg
Svifryk var undir heilsuverndarmörkum  á nýársdag. Meðalstyrkurinn yfir daginn var 18 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Fyrstu klukkustundina á nýja árinu var styrkur svifryks 245 míkrógrömm á rúmmetrar í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík.

Árið 2010 mældist styrkur svifryks talsvert hærra eða 1575 míkrógrömm. Það ár var allur dagurinn yfir heilsuverndarmörkum eða 225.

Árin 2012 og 2013 fór styrkur svifryks átta sinnum yfir heilsuverndarmörkin á fyrsta sólarhringnum.

Í loftgæða-farstöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem staðsett er við leikskólann Geislabaug í Grafarvogi var meðaltalsstyrkur svifryks 5 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustundina og í Fjölskyldu og húsdýragarðinum mældist styrkurinn 5,5 míkrógrömm. Ástæða fyrir lágum svifryksgildum þessi áramót er falin í veðurskilyrðum.

Hér er hægt að fylgjast með styrk svifryks en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×