Innlent

Ný vetraráætlun tekur gildi á mánudaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ný vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi 5. janúar 2014. Stærstu breytingarnar eru þær að leið 6 hættir akstri í Grafarholtið um kvöld og helgar og mun aka allan daginn frá Staðarhverfinu að Háholti og til baka.

Leiðin mun aka um norðanverðan Grafarvog í báðar áttir og mun því ekki lengur aka eftir Víkurvegi að Spöng. Í stað þess koma tvær nýjar biðstöðvar á Korpúlfsstaðarveg við Víkurveg.

Leið 18 mun aka lengra inn í hverfið í Úlfarsárdal og aka alla leið að Skyggnisbraut. Einnig hætt leið 18 að aka í Háholt og mun þess í stað aka eftir Borgavegi að Spöng.

Leið 26 mun einnig aka lengra inn í hverfið í Úlfarsárdal og aka alla leið að Skyggnisbraut.

Á meðfylgjandi tengli er að finna nánari upplýsingar um breytingarnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×