Innlent

Maðurinn sem slasaðist á nýársnótt fór í aðgerð í gær

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn gæti verið fluttur á almenna deild síðar í dag.
Maðurinn gæti verið fluttur á almenna deild síðar í dag.
Karlmaðurinn sem slasaðist á nýársnótt þegar flugeldur sprakk í höndum hans liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Maðurinn er á sextugsaldri og hlaut hann alvarlega áverka á höndum og brunasár á brjósti og andliti.

Samkvæmt vakthafandi lækni mun maðurinn hafa farið í bæklunaraðgerð í gær og gert er ráð fyrir því að maðurinn verði fluttur á almenna deild síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×