Fleiri fréttir

Vetrarferðamönnum fjölgaði um 71 prósent

"Markmiðið er að fjölga ferðamönnum utan háannar enn frekar, skapa fleiri störf og auka hagvöxt og gjaldeyristekjur. Veturinn 2012 til 2013 komu 71 prósent fleiri ferðamenn til landsins en veturinn 2009 til 2010,” sagði Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi í Hörpu í dag þar sem vetrarherferðin Ísland – allt árið var kynnt.

„Merkileg“ niðurstaða sýslumanns

Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina veltir því fyrir sér hvort starfsmenn sýslumanns séu ekki nægilega upplýstir um breytingar sem orðið hafa á löggjöfinni hvað þetta varðar.

Funduðu um kjarasamninga

Leiðtogar stjórnarflokkanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, hreyfingar launafólks, Bændasamtakanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Ráðherrabústaðnum í hádeginu, vegna kjarasamninga sem eru í burðarliðnum.

Örflögubylting í Borgarbókasafni

Tæknibylting verður í Borgarbókasafni á næstu vikum þegar strikamerkjum og þjófavarnarræmum verður skipt út fyrir örflögur.

Hafnaði lögbannsbeiðni

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað beiðni um lögbann vegna framkvæmda við lagningu vegar í Gálgahrauni í Garðabæ. Fjögur náttúruverndarsamtök fóru fram lögbannið.

Lesendur velja bestu myndina

"Náttúran“ er fyrsta þemað í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins sem hefst í dag. Valdar verða bestu myndirnar frá sumrinu og haustinu í þremur flokkum. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon 10,1 milljónar pixla myndavél með 10-27mm linsu.

Vill minnka umsvifin hjá eftirlitsstofnunum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill endurskoða og finna nýtt jafnvægi fyrir umsvif fjármálastofnana hérlendis nú þegar fimm ár eru liðin frá hruni. Stoðum verði ekki kippt undan rekstri þeirra. Breytingin hafi ekki áhrif á afkomu ríkisins.

21 ók of hratt við Setbergsskóla

Lögregan á höfuðborgarsvæðinu myndaði í gær brot 21 ökumanns í Hlíðarbergi, við Setbergsskóla, í Hafnarfirði.

Ferðaþjónusta hér á landi á krossgötum

Ferðaþjónusta mun skila 400 milljörðum til samfélagsins, beint og óbeint, eftir áratug. Kjörfjöldi ferðamanna á Íslandi 1,2 til 1,5 milljónir. Forgangsatriði að einfalda stjórnsýslu ferðamála. Ráðherra boðar frumvarp um ferðaþjónustu á nýju ári.

Vinnuslys á Granda

Lögregla og sjúkraflutningamenn hafa verið kvaddir að vinnustað úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur vegna vinnuslyss.

Senuþjófurinn Adolf Ingi

Fátt meira rætt á samskiptamiðlum en viðtal Adolfs Inga við Lars Lagerbäck sem fram fór á sænsku.

Gylfi kærir rangan aðila

Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða.

Segir of langt gengið í gagnrýni

"Mér finnst menn ganga mjög langt í gagnrýni sinni á eftirlitsstofnanir ríkisins,“ segir Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra.

Gjald bjargi náttúruperlum frá tjóni

"Ef fjölgun ferðamanna heldur áfram sem horfir verður að koma í veg fyrir að umhverfisslys verði vegna aðstöðuleysis og átroðnings um svæðin,“ segir bæjarstjórn Vesturbyggðar.

Aðgerðir gegn skipafélögum undirbúnar í eitt ár

Samkeppniseftirlitið byrjaði fyrir um einu ári að hafa samband við samkeppnisaðila Eimskips og Samskipa til að afla gagna um mögulegt samráð og fleiri brot hjá skipafélögunum tveimur og ýmsum dótturfélögum.

Seldi dóp og ók undir áhrifum

Karlmaður fæddur árið 1983 var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta mánudag.

Hinsegin flóttafólk til landsins

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að taka á móti konum í hættu frá Afganistan og hinsegin fólki frá Íran eða Afganistan, samtals tíu til fjórtán einstaklingum í tveimur hópum.

Neyðarástand á leigumarkaði

„Staðan er algjörlega óásættanleg. Það er neyðarástand á leigumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og allt frosið víða um land,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en þingmenn flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi.

Deilt um úthlutun við Glimmerskarð

Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir til úthlutunar í Skarðshlíð. Áætlað er að tvö þúsund manna byggð rísi á svæðinu. Uppbyggingin kostar bæinn tvo milljarða króna og bæjarstjórinn segir að Hafnarfjarðarbær geti ekki annað en hagnast.

Jón Baldvin í mál við Háskóla Íslands

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að fela lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Háskóla Íslands vegna ákvörðunarinnar um að afturkalla ráðningu hans til kennslu.

Stal heimabíói og leikjatölvu

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn.

Vímuefnið Mollý: Lögreglan kemur höndum yfir lítið magn

Lögreglan lagði hald á mjög lítið magn af fíkniefninu Mollý, eða MDMA, á fyrri hluta þessa árs eða aðeins 54 töflur og 42 grömm. Þó segja þeir sem þekkja til í undirheimunum og skemmtanalífinu að umtalsvert magn sé í umferð.

Hafa upplýsingar sem benda til samkeppnisbrota

Samkeppniseftirlitið hefur undir höndum upplýsingar sem benda til ólögmæts samráðs Eimskips, Samskipa og dótturfélaga þeirra. Stofnunin framkvæmdi í dag samtímis húsleitir hjá fyrirtækjunum vegna gruns um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

Tillaga um móttöku flóttafólks samþykkt

Miðast við að tekið verði á móti konum í hættu frá Afganistan og hinsegin fólki frá Íran eða Afganistan, samtals 10 til 14 einstaklingum í tveimur hópum.

Sjá næstu 50 fréttir