Íslensk börn leita í auknum mæli sjálf til barnaverndarnefnda Hrund Þórsdóttir skrifar 11. september 2013 18:30 Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um rúm 5% á milli ára, eða úr 4.066 í 4.264. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins nú og í fyrra. Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar um rúmlega helming. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikla aukningu í tilkynningum á svæðum sem sérstakar áhyggjur hafi verið hafðar af, til dæmis á Reykjanesi. Undanfarin ár hefur tilkynningum frá lögreglunni fækkað en nú snerist dæmið við. „Núna hefur tilkynningum frá lögreglu fækkað en þeim fjölgar frá öðrum aðilum eins og frá skólum, nágrönnum og frá börnunum sjálfum,“ segir Páll. Tilkynningum frá börnum fjölgar úr 22 í 31 og Páll segir það umhugsunarvert. „Það er 31 hugrakkt barn sem hefur á þessu ári látið vita af aðstæðum sínum, að þær séu ekki nógu góðar.“ Páll segir börn eiga að þekkja neyðarnúmerið 112, þar geti þau fengið viðeigandi aðstoð ef þau telji aðstæður sínar í ólagi. Hann segir mjög ung börn sjaldan láta vita af sér, þau sem séu komin yfir 10 til 12 ára aldur átti sig frekar á aðstæðum sínum og tilkynni þær. „Börn eru líka ótrúlega dugleg við að umbera foreldra sína. Þau fyrirgefa foreldrum sínum ótrúlega mikið og aðlaga sig að aðstæðum.“ Páll segir börn aðallega tilkynna vanrækslu. „Þau tilkynna að þau búi við aðstæður sem ekki eru börnum nógu góðar. Þau fái ekki nægan mat, þau hafi ekki peninga til að gera það sem þau þyrftu að geta gert, þau hafi ekki skólavörur og fleira. Svo tilkynna þau líka ofbeldi gagnvart sér.“ Þegar tilkynning berst hefur barnaverndarnefnd sjö daga til að ákveða hvort hún kannar málið og ef barn tilkynnir ofbeldi er ekki endilega rætt strax við foreldra þess. „Við megum fara í skóla og leikskóla og tala við börnin án þess að foreldrar viti af því, ef grunur er um að foreldrar séu gerendur í málinu,“ segir Páll. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um rúm 5% á milli ára, eða úr 4.066 í 4.264. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins nú og í fyrra. Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar um rúmlega helming. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikla aukningu í tilkynningum á svæðum sem sérstakar áhyggjur hafi verið hafðar af, til dæmis á Reykjanesi. Undanfarin ár hefur tilkynningum frá lögreglunni fækkað en nú snerist dæmið við. „Núna hefur tilkynningum frá lögreglu fækkað en þeim fjölgar frá öðrum aðilum eins og frá skólum, nágrönnum og frá börnunum sjálfum,“ segir Páll. Tilkynningum frá börnum fjölgar úr 22 í 31 og Páll segir það umhugsunarvert. „Það er 31 hugrakkt barn sem hefur á þessu ári látið vita af aðstæðum sínum, að þær séu ekki nógu góðar.“ Páll segir börn eiga að þekkja neyðarnúmerið 112, þar geti þau fengið viðeigandi aðstoð ef þau telji aðstæður sínar í ólagi. Hann segir mjög ung börn sjaldan láta vita af sér, þau sem séu komin yfir 10 til 12 ára aldur átti sig frekar á aðstæðum sínum og tilkynni þær. „Börn eru líka ótrúlega dugleg við að umbera foreldra sína. Þau fyrirgefa foreldrum sínum ótrúlega mikið og aðlaga sig að aðstæðum.“ Páll segir börn aðallega tilkynna vanrækslu. „Þau tilkynna að þau búi við aðstæður sem ekki eru börnum nógu góðar. Þau fái ekki nægan mat, þau hafi ekki peninga til að gera það sem þau þyrftu að geta gert, þau hafi ekki skólavörur og fleira. Svo tilkynna þau líka ofbeldi gagnvart sér.“ Þegar tilkynning berst hefur barnaverndarnefnd sjö daga til að ákveða hvort hún kannar málið og ef barn tilkynnir ofbeldi er ekki endilega rætt strax við foreldra þess. „Við megum fara í skóla og leikskóla og tala við börnin án þess að foreldrar viti af því, ef grunur er um að foreldrar séu gerendur í málinu,“ segir Páll.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira