Íslensk börn leita í auknum mæli sjálf til barnaverndarnefnda Hrund Þórsdóttir skrifar 11. september 2013 18:30 Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um rúm 5% á milli ára, eða úr 4.066 í 4.264. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins nú og í fyrra. Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar um rúmlega helming. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikla aukningu í tilkynningum á svæðum sem sérstakar áhyggjur hafi verið hafðar af, til dæmis á Reykjanesi. Undanfarin ár hefur tilkynningum frá lögreglunni fækkað en nú snerist dæmið við. „Núna hefur tilkynningum frá lögreglu fækkað en þeim fjölgar frá öðrum aðilum eins og frá skólum, nágrönnum og frá börnunum sjálfum,“ segir Páll. Tilkynningum frá börnum fjölgar úr 22 í 31 og Páll segir það umhugsunarvert. „Það er 31 hugrakkt barn sem hefur á þessu ári látið vita af aðstæðum sínum, að þær séu ekki nógu góðar.“ Páll segir börn eiga að þekkja neyðarnúmerið 112, þar geti þau fengið viðeigandi aðstoð ef þau telji aðstæður sínar í ólagi. Hann segir mjög ung börn sjaldan láta vita af sér, þau sem séu komin yfir 10 til 12 ára aldur átti sig frekar á aðstæðum sínum og tilkynni þær. „Börn eru líka ótrúlega dugleg við að umbera foreldra sína. Þau fyrirgefa foreldrum sínum ótrúlega mikið og aðlaga sig að aðstæðum.“ Páll segir börn aðallega tilkynna vanrækslu. „Þau tilkynna að þau búi við aðstæður sem ekki eru börnum nógu góðar. Þau fái ekki nægan mat, þau hafi ekki peninga til að gera það sem þau þyrftu að geta gert, þau hafi ekki skólavörur og fleira. Svo tilkynna þau líka ofbeldi gagnvart sér.“ Þegar tilkynning berst hefur barnaverndarnefnd sjö daga til að ákveða hvort hún kannar málið og ef barn tilkynnir ofbeldi er ekki endilega rætt strax við foreldra þess. „Við megum fara í skóla og leikskóla og tala við börnin án þess að foreldrar viti af því, ef grunur er um að foreldrar séu gerendur í málinu,“ segir Páll. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar um rúm 5% á milli ára, eða úr 4.066 í 4.264. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaverndarstofu þar sem bornir eru saman fyrstu sex mánuðir ársins nú og í fyrra. Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar um rúmlega helming. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, segir mikla aukningu í tilkynningum á svæðum sem sérstakar áhyggjur hafi verið hafðar af, til dæmis á Reykjanesi. Undanfarin ár hefur tilkynningum frá lögreglunni fækkað en nú snerist dæmið við. „Núna hefur tilkynningum frá lögreglu fækkað en þeim fjölgar frá öðrum aðilum eins og frá skólum, nágrönnum og frá börnunum sjálfum,“ segir Páll. Tilkynningum frá börnum fjölgar úr 22 í 31 og Páll segir það umhugsunarvert. „Það er 31 hugrakkt barn sem hefur á þessu ári látið vita af aðstæðum sínum, að þær séu ekki nógu góðar.“ Páll segir börn eiga að þekkja neyðarnúmerið 112, þar geti þau fengið viðeigandi aðstoð ef þau telji aðstæður sínar í ólagi. Hann segir mjög ung börn sjaldan láta vita af sér, þau sem séu komin yfir 10 til 12 ára aldur átti sig frekar á aðstæðum sínum og tilkynni þær. „Börn eru líka ótrúlega dugleg við að umbera foreldra sína. Þau fyrirgefa foreldrum sínum ótrúlega mikið og aðlaga sig að aðstæðum.“ Páll segir börn aðallega tilkynna vanrækslu. „Þau tilkynna að þau búi við aðstæður sem ekki eru börnum nógu góðar. Þau fái ekki nægan mat, þau hafi ekki peninga til að gera það sem þau þyrftu að geta gert, þau hafi ekki skólavörur og fleira. Svo tilkynna þau líka ofbeldi gagnvart sér.“ Þegar tilkynning berst hefur barnaverndarnefnd sjö daga til að ákveða hvort hún kannar málið og ef barn tilkynnir ofbeldi er ekki endilega rætt strax við foreldra þess. „Við megum fara í skóla og leikskóla og tala við börnin án þess að foreldrar viti af því, ef grunur er um að foreldrar séu gerendur í málinu,“ segir Páll.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent