Innlent

Ákærður fyrir að reyna að draga sér bíl í eigu Landsbankans

Stígur Helgason skrifar
Bíllinn var af þessari gerð, grár Chrysler 300 C.
Bíllinn var af þessari gerð, grár Chrysler 300 C.
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir skjalafals, rangan framburð og tilraun til fjárdráttar þegar hann reyndi með blekkingum að sölsa undir sig rúmlega tveggja milljóna króna bíl af Chrysler-gerð sem var í eigu Landsbankans.

Samkvæmt ákæruskjalinu tilkynnti hann lögreglu að bílnum hefði verið stolið, skipti um númer á honum og kom honum undan. Hann sagði lögreglu svo frá því degi síðar hvert hann hefði farið með hann og falið hann. Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×