Senuþjófurinn Adolf Ingi Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2013 11:22 Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þrátt fyrir frækinn sigur Íslendinga á Albönum í knattspyrnu í gær er nú fátt meira rætt meðal fótboltaáhugamanna á Íslandi en viðtal Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns við þjálfara íslenska liðsins, Lars Lagerbäck, sem fram fór á sænsku. Íslendingar fögnuðu ákaft í leikslok í gær og stemmningin á Laugardalsvellinum var ólýsanleg. En, fögnuðurinn mátti fljótlega víkja vegna heitra umræðna um það sem mörgum þótti hin mesta ósvinna; að Adolf Ingi skyldi ræða við Lars Lagerbäck á sænsku. En, af hverju sænska? „Það er stefnan á Ríkisútvarpinu að ef fært er að taka viðtöl við Skandínava á skandínavísku þá er það gert. Þetta er stefna sem hefur verið fylgt á fréttastofunni. Fyrst ég tala sænsku þá tek ég við hann viðtal á sænsku,“ sagði Adolf Ingi í samtali við Vísi. Og óhætt er að segja að Adolf Ingi tali sænsku prýðilega enda bjó hann sem krakki úti í Svíþjóð. Adolf Ingi náði með öðrum orðum algerlega óvænt að stela senunni á samskiptamiðlum, svo mjög að félaga hans á Ríkisútvarpinu, Sigmar Guðmundsson ritstjóri Kastjóss, gat ekki orða bundist á Facebook og skrifar: „Ef maður fylgdist bara með feisbúkk þá hefði maður ekki hugmynd um úrslit leiksins en væri uppfullur af fróðleik um tungumálakunnáttu Dolla. Til hvers að fagna þegar maður getur nöldrað?“ Eru Íslendingar heimsmeistarar í nöldri? „Það má til sanns vegar færa,“ segir Adolf Ingi og hlær. „Stór hluti þjóðarinnar á að kunna skandinavísku að hluta og skilja hana þokkalega. Ég veit ekki betur en að býsna há prósenta þjóðarinnar hafi á einhverjum tímapunkti búið í einu skandinavísku landana og þúsundir sem búa þar núna. Að auki hefur danska verið kennd í skólum hér í býsna mörg ár.“ Einhver varð einmitt til að benda á það, á Facebook, að nú hafi menn komið upp um sig sem slógu slöku við í dönskunáminu. Annar bendir á að ef um væri að ræða íslenskan þjálfara í Svíþjóð, og það vildi svo til að íþróttamaðurinn kynni íslensku og tæki við hann viðtal á því máli -- þá hefði allt orðið brjálað í Svíþjóð. „Leikurinn var frábær og sigurinn góður. Ég held að menn ættu ekki að láta skandinavísku setja einhvern blett á það,“ sagði Adolf að lokum.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira