Hafa upplýsingar sem benda til samkeppnisbrota Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2013 18:30 Samkeppniseftirlitið hefur undir höndum upplýsingar sem benda til ólögmæts samráðs Eimskips, Samskipa og dótturfélaga þeirra. Stofnunin framkvæmdi í dag samtímis húsleitir hjá fyrirtækjunum vegna gruns um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið réðst í húsleitirnar í morgun á grundvelli dómsúrskurða frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Húsleitirnar stóðu framyfir hádegi og með hléum í allan dag. Ráðist var í húsleitir hjá Eimskip og dótturfélögum þess Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen og hjá Samskipum og dótturfélögunum Jónum Transport og Landflutningum. Grunur leikur á ólögmætu samráði á grundvelli 10. gr. Samkeppnislaga og misnotkun á markaðsráðandi stöðu samvkæmt 11. Gr. Sömu laga. Samkeppniseftirlitið ræðst ekki í húsleitir eða vettvangsrannsóknir af þessu tagi upp úr þurru enda segir í 20. gr. Samkeppnislaga að „Samkeppniseftirlitið geti við rannsókn máls gert athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.“ Þannig þurfa að vera ríkar ástæður til að ætla að brot hafi verið framið. Að þessu virtu er ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur einhver gögn undir höndum sem benda til brots ella ræðst stofnunin ekki í húsleit. Heimildir fréttastofu herma að svo sé, en ekki féngust upplýsingar um hvers eðlis þessi gögn væru. Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa sagði að fyrirtækið hefði ekki fengið neina skýringu á húsleitinni og að hún hefði í raun komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Samkeppniseftirlitið rannsakar meint brot til að gæta almannahagsmuna. Þeir sem tapa á samkeppnisbrotum eru alltaf neytendur, almenningur í landinu. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samráð spornar gegn heilbrigðri samkeppni á markaði og kemur í veg fyrir að verðmyndun til neytandans grundvallist á lögmálum eðlilegrar samkeppni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Eins og þruma úr heiðskíru lofti Hefurðu hugmynd um hvað kveikir þessa húsleit, því þeir ráðast ekki í slíkt að tilefnislausu? „Nei, nei, það hef ég ekki,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Þannig að þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti? „Já, það er bara þannig.“ Er eitthvað samstarf á milli fyrirtækjanna sem orkar tvímælis? „Við höfum haft aðgang að þeirra kerfi (Eimskips) til og frá Bandaríkjunum. Það lýsir sér þannig að þeir sigla og við fáum að flytja gámana í þeirra skip með heimild Samkeppniseftirlitsins.“ Hefurðu eitthvað rætt við Pál Gunnar dag? „Nei, ekkert.“ Hvað tóku þeir af gögnum? „Þeir afrituðu mikið af tölvugögnum en óverulegt magn af pappír. Það gætu verið skýrslur og ýmis konar gögn sem finnast í skúffum og hillum hjá fámennum hópi stjórnenda. Það var allt í góðum gír. Við kölluðum til okkar lögfræðinga og fórum yfir úrskurðinn. Þegar það var klappað og klárt þá skipulögðu menn sig. Þetta voru bæði fulltrúar Samkeppniseftirlitsins og lögreglumenn. Nokkrir tugir manna.“ Ásbjörn segir að á morgun verði starfsemi Samskipa óbreytt og rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi engin áhrif á reksturinn. „Skipin sigla og þetta rúllar allt áfram,“ segir hann. Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins ætti að liggja fyrir eftir sex mánuði hið minnsta, miðað við málshraða hjá stofnuninni í sambærilegum málum. Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur undir höndum upplýsingar sem benda til ólögmæts samráðs Eimskips, Samskipa og dótturfélaga þeirra. Stofnunin framkvæmdi í dag samtímis húsleitir hjá fyrirtækjunum vegna gruns um ólögmætt samráð og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Samkeppniseftirlitið réðst í húsleitirnar í morgun á grundvelli dómsúrskurða frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Húsleitirnar stóðu framyfir hádegi og með hléum í allan dag. Ráðist var í húsleitir hjá Eimskip og dótturfélögum þess Eimskip Ísland ehf. og TVG Zimsen og hjá Samskipum og dótturfélögunum Jónum Transport og Landflutningum. Grunur leikur á ólögmætu samráði á grundvelli 10. gr. Samkeppnislaga og misnotkun á markaðsráðandi stöðu samvkæmt 11. Gr. Sömu laga. Samkeppniseftirlitið ræðst ekki í húsleitir eða vettvangsrannsóknir af þessu tagi upp úr þurru enda segir í 20. gr. Samkeppnislaga að „Samkeppniseftirlitið geti við rannsókn máls gert athuganir á starfsstað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar ríkar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum samkeppnisyfirvalda.“ Þannig þurfa að vera ríkar ástæður til að ætla að brot hafi verið framið. Að þessu virtu er ljóst að Samkeppniseftirlitið hefur einhver gögn undir höndum sem benda til brots ella ræðst stofnunin ekki í húsleit. Heimildir fréttastofu herma að svo sé, en ekki féngust upplýsingar um hvers eðlis þessi gögn væru. Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa sagði að fyrirtækið hefði ekki fengið neina skýringu á húsleitinni og að hún hefði í raun komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Samkeppniseftirlitið rannsakar meint brot til að gæta almannahagsmuna. Þeir sem tapa á samkeppnisbrotum eru alltaf neytendur, almenningur í landinu. Misnotkun á markaðsráðandi stöðu og samráð spornar gegn heilbrigðri samkeppni á markaði og kemur í veg fyrir að verðmyndun til neytandans grundvallist á lögmálum eðlilegrar samkeppni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Eins og þruma úr heiðskíru lofti Hefurðu hugmynd um hvað kveikir þessa húsleit, því þeir ráðast ekki í slíkt að tilefnislausu? „Nei, nei, það hef ég ekki,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. Þannig að þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti? „Já, það er bara þannig.“ Er eitthvað samstarf á milli fyrirtækjanna sem orkar tvímælis? „Við höfum haft aðgang að þeirra kerfi (Eimskips) til og frá Bandaríkjunum. Það lýsir sér þannig að þeir sigla og við fáum að flytja gámana í þeirra skip með heimild Samkeppniseftirlitsins.“ Hefurðu eitthvað rætt við Pál Gunnar dag? „Nei, ekkert.“ Hvað tóku þeir af gögnum? „Þeir afrituðu mikið af tölvugögnum en óverulegt magn af pappír. Það gætu verið skýrslur og ýmis konar gögn sem finnast í skúffum og hillum hjá fámennum hópi stjórnenda. Það var allt í góðum gír. Við kölluðum til okkar lögfræðinga og fórum yfir úrskurðinn. Þegar það var klappað og klárt þá skipulögðu menn sig. Þetta voru bæði fulltrúar Samkeppniseftirlitsins og lögreglumenn. Nokkrir tugir manna.“ Ásbjörn segir að á morgun verði starfsemi Samskipa óbreytt og rannsókn Samkeppniseftirlitsins hafi engin áhrif á reksturinn. „Skipin sigla og þetta rúllar allt áfram,“ segir hann. Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins ætti að liggja fyrir eftir sex mánuði hið minnsta, miðað við málshraða hjá stofnuninni í sambærilegum málum.
Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira