Innlent

Seldi dóp og ók undir áhrifum

Valur Grettisson skrifar
MarijúanaMaðurinn var með um 30 grömm af maríjúana á sér sem hann hugðist selja.
MarijúanaMaðurinn var með um 30 grömm af maríjúana á sér sem hann hugðist selja.
Karlmaður fæddur árið 1983 var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur síðasta mánudag.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og að hafa haft undir höndum rétt rúmlega 30 grömm af maríjúana ætluð í sölu og dreifingu.

Maðurinn var stöðvaður á Frakkastíg í miðborg Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Maðurinn játaði brot sín skýlaust.

Auk þess sem maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi var hann sviptur ökuréttindum í fjóra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×