Innlent

Veiðigjaldið það sama á næsta ári

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Veiðigjaldið verðum um 10 milljónir á næsta ári.
Veiðigjaldið verðum um 10 milljónir á næsta ári.
Veiðigjöld næsta árs verða 10 milljarðar króna, sem er svipuð upphæð og innheimt er í ár og á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar og Edwards Huijbens um tekjulækkun ríkissjóðs þar sem meðal annars er vikið að veiðigjöldum.

Í umræðum í þinginu í gær um störf ríkisstjórnarinnar sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að fyrri stjórnvöld hefðu haft uppi áform um að hækka veiðigjaldið og á næsta ári hefði staðið til að gjöldin yrðu um 16 milljarðar króna. Fyrri ríkisstjórn hefði hins vegar skilið þannig við lög um málið að álagning gjaldsins hefði verið óframkvæmanleg.

„Á næsta ári eru nákvæmlega sömu veiðigjöld tekin af þessari ríkisstjórn og hafa verið tekin síðastliðin tvö ár. Það er ágætt að hafa þetta í huga þegar menn eru að tala um að nýja ríkisstjórnin sé að kasta frá sér tekjustofnum. Staðreynd málsins er sú að útgerðin í landinu hefur líklega aldrei greitt hærri gjöld og skatta heldur en einmitt í dag til samfélagsins,“ sagði ráðherra í ræðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×