Rekstur Þjóðskrár Íslands gagnrýndur í nýrri skýrslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. september 2013 16:02 Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þvert á sett markmið hafi starfsmönnum fjölgað og kostnaður aukist frá sameiningu. Rekstur Þjóðskrár Íslands er gagnrýndur nokkuð harðlega í nýrri skýslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina sem kom út í dag. Þar kemur fram að þau þjóðfélagslegu markmið sem sett voru við myndun Þjóðskrár Íslands árið 2010 hafi ekki náðst. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þvert á sett markmið hafi starfsmönnum fjölgað og kostnaður aukist frá sameiningu. Eigið fé sé því nánast á þrotum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og telur að skort hafi á aðhald í rekstrinum. Að mati Ríkisendurskoðunar ber ráðuneytið ásamt stjórnendum Þjóðskrár Íslands ríka ábyrgð á þróuninni. Í skýrslunni er ráðuneytið hvatt til að efla eftirlit sitt með stofnuninni og hún til að sýna aðgæslu í rekstri. Einnig bendir Ríkisendurskoðun á að endurskoða þurfi lög sem varða starfsemi Þjóðskrár Íslands enda taki þau ekki mið af samfélags- og tæknibreytingum undanfarinna áratuga. Þá þurfi að huga að því hvort stofnunin eigi að starfa alfarið samkvæmt gjaldskrá, hvort ríkissjóður eigi að standa undir starfseminni eða hvort blanda eigi saman þessum tveimur formum eins og nú er. Enn fremur sé mikilvægt að koma fjármögnum vegabréfaútgáfu stofnunarinnar í betra horf. Ekki sé eðlilegt að hún sé rekin með halla árum saman og að sá halli sé annaðhvort bættur með viðbótarframlagi í fjáraukalögum eða með afgangsgjöldum stofnunarinnar vegna annarrar starfsemi. Fram kemur að þótt fagleg markmið sameiningarinnar hafi að miklu leyti náðst hafi Þjóðskrá Íslands ekki náð að sinna lögboðnu hlutverki sínu á eins hagkvæman, skilvirkan og árangursríkan hátt og æskilegt væri. Ástæðan sé sú að upplýsingakerfi séu að hluta til orðin úrelt sem og kerfi sem notuð eru við útgáfu vegabréfa. Þá hafi starfsmannavelta verið mikil. Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðneytið til að huga að endurnýjun þessara kerfa. Einnig telur Ríkisendurskoðun að hagræða megi í rekstri og auka skilvirkni og árangur með bættum verklagsreglum og vinnulýsingum. Þá þurfi stjórnendur að leggja aukna áherslu á mannauðsmál til að stofnunin starfi sem ein heild. Loks leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að öllum starfsmönnum Þjóðskrár Íslands verði gert að færa verkbókhald. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Rekstur Þjóðskrár Íslands er gagnrýndur nokkuð harðlega í nýrri skýslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina sem kom út í dag. Þar kemur fram að þau þjóðfélagslegu markmið sem sett voru við myndun Þjóðskrár Íslands árið 2010 hafi ekki náðst. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þvert á sett markmið hafi starfsmönnum fjölgað og kostnaður aukist frá sameiningu. Eigið fé sé því nánast á þrotum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og telur að skort hafi á aðhald í rekstrinum. Að mati Ríkisendurskoðunar ber ráðuneytið ásamt stjórnendum Þjóðskrár Íslands ríka ábyrgð á þróuninni. Í skýrslunni er ráðuneytið hvatt til að efla eftirlit sitt með stofnuninni og hún til að sýna aðgæslu í rekstri. Einnig bendir Ríkisendurskoðun á að endurskoða þurfi lög sem varða starfsemi Þjóðskrár Íslands enda taki þau ekki mið af samfélags- og tæknibreytingum undanfarinna áratuga. Þá þurfi að huga að því hvort stofnunin eigi að starfa alfarið samkvæmt gjaldskrá, hvort ríkissjóður eigi að standa undir starfseminni eða hvort blanda eigi saman þessum tveimur formum eins og nú er. Enn fremur sé mikilvægt að koma fjármögnum vegabréfaútgáfu stofnunarinnar í betra horf. Ekki sé eðlilegt að hún sé rekin með halla árum saman og að sá halli sé annaðhvort bættur með viðbótarframlagi í fjáraukalögum eða með afgangsgjöldum stofnunarinnar vegna annarrar starfsemi. Fram kemur að þótt fagleg markmið sameiningarinnar hafi að miklu leyti náðst hafi Þjóðskrá Íslands ekki náð að sinna lögboðnu hlutverki sínu á eins hagkvæman, skilvirkan og árangursríkan hátt og æskilegt væri. Ástæðan sé sú að upplýsingakerfi séu að hluta til orðin úrelt sem og kerfi sem notuð eru við útgáfu vegabréfa. Þá hafi starfsmannavelta verið mikil. Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðneytið til að huga að endurnýjun þessara kerfa. Einnig telur Ríkisendurskoðun að hagræða megi í rekstri og auka skilvirkni og árangur með bættum verklagsreglum og vinnulýsingum. Þá þurfi stjórnendur að leggja aukna áherslu á mannauðsmál til að stofnunin starfi sem ein heild. Loks leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að öllum starfsmönnum Þjóðskrár Íslands verði gert að færa verkbókhald.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira