Innlent

Lesendur velja bestu myndina

Kjartan Guðmundsson skrifar
Ljósmynd Guðmundar Árnasonar af sandlóuunga á Grenivík var sigurmynd ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins á síðasta ári, þar sem náttúran var þemað.
Ljósmynd Guðmundar Árnasonar af sandlóuunga á Grenivík var sigurmynd ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins á síðasta ári, þar sem náttúran var þemað. Mynd/Guðmundur Árnason
„Náttúran“ er fyrsta þemað í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins sem hefst í dag. Valdar verða bestu myndirnar frá sumrinu og haustinu í þremur flokkum. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon 10,1 milljónar pixla myndavél með 10-27mm linsu.

Þátttakendur hlaða upp myndum sínum á síðunni ljosmyndakeppni.visir.is. Innsendar myndir birtast þá á Vísi og á Facebook-síðu Fréttablaðsins og lesendur geta kosið bestu myndina. Niðurstaðan í kosningunni gildir helming á móti áliti dómnefndar blaðsins. Bestu myndirnar verða birtar í Fréttablaðinu.

Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í sumar eða haust. Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem aðrir en sendandi hafa tekið. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upplýsingar um heimilisfang, netfang og símanúmer.

Fyrsti hluti keppninnar stendur frá hádegi í dag, 11. september, fram að miðnætti miðvikudaginn 18. september. Tilkynnt verður um úrslit í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 21. september.

Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á ljosmyndakeppni.visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×