Innlent

Rigning og hvassviðri víða um land

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn lögreglunnar á Akranesi er veðrið á Kjalarnesi leiðinlegt og tekur vel í bíla í vindhviðum.
Að sögn lögreglunnar á Akranesi er veðrið á Kjalarnesi leiðinlegt og tekur vel í bíla í vindhviðum.
Rigning og hvassviðri er nú víða um land og Veðurstofan varar við snörpum vindhviðum við fjöll SV- og V-lands og á Hálendinu.

Þá valt tengivagn flutningabíls á hliðina á Kjalarnesi um fimmleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en nánari upplýsingar um óhappið liggja ekki fyrir. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er veðrið á Kjalarnesi leiðinlegt og tekur vel í bíla í vindhviðum.

Samkvæmt spám Veðurstofu snýst í hægari suðvestanátt með skúrum í kvöld, fyrst SV-til á landinu. Suðvestan 8-15 og rigning eða skúrir á morgun, en hægari vindur og léttskýjað A-lands. Vaxandi sunnanátt annað kvöld. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast NA- og A-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×