Vill standa vörð um Landspítalann en getur ekki lofað auknu fjármagni Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. september 2013 18:30 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir unnið að lausn á vanda Landspítalans. Hann segist vilja standa vörð um spítalann, en segist ekki geta lofað auknum fjárframlögum. Staðan á lyflækningasviði Landspítalans er mjög alvarleg að mati formanns Læknafélag Íslands. Eins og við greindum frá í gær munu aðeins sex deildarlæknar sinna tuttugu og fimm stöðugildum frá og með október næstkomandi, en lyflækningasviðið er eitt mikilvægasta og stærsta svið spítalans. Það er þó ekki eina sviðið sem glímir við vanda því manneklan er víða. Þá hafa ítrekaðar fréttir verið fluttar af lökum tækjakosti spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga spítalans lýsti þessu sjálfur í grein fyrir tveimur vikum. Landspítalinn hefur í raun glímt við alvarlegan fjárhagsvanda undanfarin fjögur ár. Þessi vandi birtist í skertri þjónustu og staðan er þannig núna að öryggi sjúklinga stendur ógn af fjárhagsvandanum. Um þetta hafa vitnað læknar á spítalanum og stjórnendur hans. Stóra spurningin sem blasir við er því: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber þungar byrðar á sínum herðum sem ráðherra málaflokksins.Hvað ætlið þið að gera varðandi Landspítalann? Ætlið þið að hafa þetta óbreytt ástand, status quo, eða ætlið þið að auka fjárframlög til spítalans? „Eins og ég segi það kemur í ljós í fjárlagafrumvarpinu hvað gert verður. Við erum að ræða það þessa dagana,“ segir Kristján Þór.Hvað viltu sjálfur gera? „Ég vil gjarnan standa vörð um þá starfsemi sem Landspítalanum er ætla að sinna. Og ég tel full færi til að gera það, en það er ljóst að við þurfum að bæta úr á sumum sviðum þar. Meira gef ég þér ekki upp í bili. Það eru alveg hreinar línur að ég ætla ekki að birta þér eða Landspítalanum það hér í beinni útsendingu. Ég vil vinna þetta eins vel og ég get. Ég er að hlusta eftir athugasemdum sem okkur eru að berast út úr Landspítalanum og ég tel það skyldu mína að heyra sem flest sjónarmið, leggja mat á þau og fara síðan yfir það með stjórnendum spítalans hvernig brugðist verður við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15 Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir unnið að lausn á vanda Landspítalans. Hann segist vilja standa vörð um spítalann, en segist ekki geta lofað auknum fjárframlögum. Staðan á lyflækningasviði Landspítalans er mjög alvarleg að mati formanns Læknafélag Íslands. Eins og við greindum frá í gær munu aðeins sex deildarlæknar sinna tuttugu og fimm stöðugildum frá og með október næstkomandi, en lyflækningasviðið er eitt mikilvægasta og stærsta svið spítalans. Það er þó ekki eina sviðið sem glímir við vanda því manneklan er víða. Þá hafa ítrekaðar fréttir verið fluttar af lökum tækjakosti spítalans. Framkvæmdastjóri lækninga spítalans lýsti þessu sjálfur í grein fyrir tveimur vikum. Landspítalinn hefur í raun glímt við alvarlegan fjárhagsvanda undanfarin fjögur ár. Þessi vandi birtist í skertri þjónustu og staðan er þannig núna að öryggi sjúklinga stendur ógn af fjárhagsvandanum. Um þetta hafa vitnað læknar á spítalanum og stjórnendur hans. Stóra spurningin sem blasir við er því: Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ber þungar byrðar á sínum herðum sem ráðherra málaflokksins.Hvað ætlið þið að gera varðandi Landspítalann? Ætlið þið að hafa þetta óbreytt ástand, status quo, eða ætlið þið að auka fjárframlög til spítalans? „Eins og ég segi það kemur í ljós í fjárlagafrumvarpinu hvað gert verður. Við erum að ræða það þessa dagana,“ segir Kristján Þór.Hvað viltu sjálfur gera? „Ég vil gjarnan standa vörð um þá starfsemi sem Landspítalanum er ætla að sinna. Og ég tel full færi til að gera það, en það er ljóst að við þurfum að bæta úr á sumum sviðum þar. Meira gef ég þér ekki upp í bili. Það eru alveg hreinar línur að ég ætla ekki að birta þér eða Landspítalanum það hér í beinni útsendingu. Ég vil vinna þetta eins vel og ég get. Ég er að hlusta eftir athugasemdum sem okkur eru að berast út úr Landspítalanum og ég tel það skyldu mína að heyra sem flest sjónarmið, leggja mat á þau og fara síðan yfir það með stjórnendum spítalans hvernig brugðist verður við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15 Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Verðum að loka Hörpu - ef það er það sem þarf Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir heilbrigðiskerfið hafa verið holað að innan og hann þekki dæmi um ótímabæran dauða sjúklinga vegna þessa. 10. september 2013 13:15
Landspítalinn kominn í þrot Læknar á Landsspítalanum segja spítalann kominn í þrot og grípa þurfi til aðgerða nú þegar til að styrkja starfsemi hans. Skipulag spítalans bitni á sjúklingum og starfsfólki. 6. september 2013 15:03