Vímuefnið Mollý: Lögreglan kemur höndum yfir lítið magn Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2013 18:30 Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær nýtur vímuefnið Mollý, eða MDMA, mikilla vinsælda hjá ungu fólki á Íslandi og má jafnvel tala um tískubylgju. Við ræddum við mann sem stundaði sölu á MDMA í mörg ár og hann hafði meðal annars þetta að segja: „Það eru allir búnir að vera að moka þessu í sig eftir að allir hættu að moka í sig kóki, því kók var cool, en núna er þetta cool.“ Grammið af MDMA dugar í nokkra skammta og segir þessi fyrrum sölumaður efnisins að verðið á því á götunni í dag sé á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en að sögn yfirlæknis á Vogi hefur hún aftur aukist verulega á síðustu tveimur árum og hefur MDMA fíklum á Vogi fjölgað hratt frá árinu 2011. Í grunni Ríkislögreglustjóra er MDMA skráð sem ecstasy og ekki aðgreint frá skyldum efnum, en áhugavert er að skoða tölur yfir magn efnisins sem lagt hefur verið hald á. Á árunum 2006 til 2012 lagði lögreglan minnst hald á 2100 töflur á einu ári, en mest 78.099 stykki. Þó ber að hafa í huga að eitt eða fleiri stór mál geta haft mikil áhrif á tölurnar og hefur skútumálið svokallaða, þar sem lagt var hald á mikið magn efna, til dæmis mikil áhrif á tölur ársins 2007. Á fyrri hluta þessa árs lagði lögregla hins vegar aðeins hald á 54 töflur. Efnin eru ýmist mæld í stykkjatali eða grömmum eftir því hvernig formi þau eru á þegar lagt er hald á þau og sama er uppi á teningnum ef skoðaðar eru tölur yfir haldlögð grömm af efni á duftformi. Árið 2009 sker sig reyndar úr, þegar aðeins var lagt hald á 4,8 grömm en annars var magnið frá 83 og hálfu upp í 14.083,3 grömm á sömu árum. Á fyrri hluta þessa árs náðust aðeins 42 grömm. Samkvæmt heimildum okkar er MDMA mikið notað vímuefni og því líklegt að umtalsvert magn sé í umferð. Því má spyrja sig, af hverju nær lögreglan ekki að leggja hald á meira af því? Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að undanfarnar vikur hafi magn þessa efnis í umferð aukist. Það sé vinsælt inni á skemmtistöðum og hugsanleg skýring á litlu haldlögðu efni sé að lögreglan hafi lítið verið þar í aðgerðum sínum. Hann bendir þó á að undir lok síðasta árs hafi fundist 40 þúsund e töflur í Kaupmannahöfn sem talið er að hafi verið á leið til Íslands. Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær nýtur vímuefnið Mollý, eða MDMA, mikilla vinsælda hjá ungu fólki á Íslandi og má jafnvel tala um tískubylgju. Við ræddum við mann sem stundaði sölu á MDMA í mörg ár og hann hafði meðal annars þetta að segja: „Það eru allir búnir að vera að moka þessu í sig eftir að allir hættu að moka í sig kóki, því kók var cool, en núna er þetta cool.“ Grammið af MDMA dugar í nokkra skammta og segir þessi fyrrum sölumaður efnisins að verðið á því á götunni í dag sé á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en að sögn yfirlæknis á Vogi hefur hún aftur aukist verulega á síðustu tveimur árum og hefur MDMA fíklum á Vogi fjölgað hratt frá árinu 2011. Í grunni Ríkislögreglustjóra er MDMA skráð sem ecstasy og ekki aðgreint frá skyldum efnum, en áhugavert er að skoða tölur yfir magn efnisins sem lagt hefur verið hald á. Á árunum 2006 til 2012 lagði lögreglan minnst hald á 2100 töflur á einu ári, en mest 78.099 stykki. Þó ber að hafa í huga að eitt eða fleiri stór mál geta haft mikil áhrif á tölurnar og hefur skútumálið svokallaða, þar sem lagt var hald á mikið magn efna, til dæmis mikil áhrif á tölur ársins 2007. Á fyrri hluta þessa árs lagði lögregla hins vegar aðeins hald á 54 töflur. Efnin eru ýmist mæld í stykkjatali eða grömmum eftir því hvernig formi þau eru á þegar lagt er hald á þau og sama er uppi á teningnum ef skoðaðar eru tölur yfir haldlögð grömm af efni á duftformi. Árið 2009 sker sig reyndar úr, þegar aðeins var lagt hald á 4,8 grömm en annars var magnið frá 83 og hálfu upp í 14.083,3 grömm á sömu árum. Á fyrri hluta þessa árs náðust aðeins 42 grömm. Samkvæmt heimildum okkar er MDMA mikið notað vímuefni og því líklegt að umtalsvert magn sé í umferð. Því má spyrja sig, af hverju nær lögreglan ekki að leggja hald á meira af því? Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að undanfarnar vikur hafi magn þessa efnis í umferð aukist. Það sé vinsælt inni á skemmtistöðum og hugsanleg skýring á litlu haldlögðu efni sé að lögreglan hafi lítið verið þar í aðgerðum sínum. Hann bendir þó á að undir lok síðasta árs hafi fundist 40 þúsund e töflur í Kaupmannahöfn sem talið er að hafi verið á leið til Íslands.
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent