Innlent

Þjóðbúningaþjófur áfram í gæsluvarðhaldi

Valur Grettisson skrifar
Hæstiréttur Talið er víst að maðurinn brjóti aftur af sér gangi hann laus.
Hæstiréttur Talið er víst að maðurinn brjóti aftur af sér gangi hann laus.
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um fjölmarga þjófnaði og innbrot.

Meðal annars er manninum gefið að sök að hafa stolið tveimur og hálfri milljón króna úr skrifstofu fyrr í sumar, einnig vélhjóli og íslenskum þjóðbúningi.

Í úrskurðinum segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn brjóti aftur af sér gangi hann laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×