Innlent

Gripinn með barnaklám en ekki í gæsluvarðhaldi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni
Maður á fimmtugsaldri, sem handtekinn var á Akranesi á fimmtudag og grunaður um vörslu á barnaklámi, er ekki í gælsluvarðhaldi. Lögreglan gerði upptæk tölvur og tölvugögn á heimili mannsins og hefur maðurinn játað sök.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi þá er rannsókn málsins á byrjunarstigi. Gögnin eru nú til rannsóknar og er búist við því að það muni taka næstu daga og viku að yfirfara gögnin.

Maðurinn var ekki útskurðaður í gæsluvarðhald og gengur því frjáls ferða sinna. Að sögn lögreglunnar á Akranesi þótti það ekki þjóna rannsóknarhagsmunum að úrskurða manninn í gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×