Innlent

Búist við stormi í nótt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Veðrið er sagt verða verst milli klukkan 3 og 6 í nótt og í fyrramálið.
Veðrið er sagt verða verst milli klukkan 3 og 6 í nótt og í fyrramálið. mynd/pjetur
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) og sums staðar rok (meira en 25 m/s) um tíma sunnanlands í nótt en í fyrramálið NA- og A-lands og á annesjum á NV-landi. Þetta kemur fram í viðvörun frá Almannavörnum og Veðurstofu Íslands.

Einnig er spáð vindhviðum, allt að 30-40 m/s. Spáð er talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands í kvöld og nótt en slyddu til fjalla. Veðrið er sagt ganga yfir í nótt, verst milli klukkan 3 og 6 í nótt og í fyrramálið.

Horfur næsta sólarhringinn:

Vaxandi S-átt og rigning með kvöldinu, fyrst SV-til. SV og V 15-28 um skamman tíma seint í nótt sunnanlands en í fyrramálið NA- og A-lands og á annesjum á NV-landi. Vindhviður allt að 30-40 m/s. Rigning eða talsverð rigning, en slydda til fjalla. V 8-15 seint á morgun og skúrir eða slydduél. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á NA- og A-landi, en 2 til 10 stiga hiti í nótt og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×