Fleiri fréttir

Hugo Þórisson er látinn

Hugo Þórisson sálfræðingur, lést að morgni sunnudagsins 15. september eftir mikla baráttu við krabbamein.

"Ótækt að hækka gjaldskrá án mótframlags“

Menntamálaráðherra segir það algjörlega ótækt að gjaldskrá túlkaþjónustu heyrnalausra hafi verið hækkuð án þess að lagðir væru meiri fjármunir til málsins á móti.

Algengt að nektarmyndum sé dreift í gegnum Snapchat

Foreldrar verða að vera vakandi um það sem börn þeirra aðhafast í snjallsímum. Þetta segir móðir stúlku sem varð nýlega fyrir því að mynd af henni, berri að ofan, sem hún sendi í gegnum forritið Snapchat fór í mikla dreifingu meðal grunnskólanema á Akureyri og víðar.

Framtíð nýs Landspítala skýrist í fjárlögum

Það skýrist í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram eftir tvær vikur hvort vinna við byggingu nýs Landspítala heldur áfram. Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndar vegna spítalans, segir að tryggja þurfi verkefninu rúmlega 100 milljónir í fjárlögum ef ljúka á fullnaðarhönnun vegna minnsta verkhluta verkefnisins.

Erlenda konan fundin

Björgunarsveitir í Eyjafirði fundu fyrir nokkrum mínútum konuna sem var villt í Súlum og leitað hefur verið að í dag.

Truflanir en lítið um straumleysi

Nokkrar skemmdir urðu á dreifikerfi rafork á Norðurlandi vegna ísingar en flutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum alvarlegum skakkaföllum.

Búast við frekari sameiningu sparisjóða

Búast má við frekari sameiningu sparisjóða á næstu misserum að mati Bankasýslu ríkisins. Þetta kemur fram í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Sérsveitin handtók fimm kannbisræktendur

Kannabisræktun var stöðvuð á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á föstudag. Lagt var hald á samtals um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar, auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Tvær ræktananna voru mjög umfangsmiklar og var búnaðurinn eftir því. Fimm karlar á þrítugsaldri voru handteknir í þessum aðgerðum, en við þær naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Leitað að konu á Súlum

Erlend ferðakona tapaði áttum á Súlum. Verið er að senda röska göngumenn á fjallið eftir konunni.

Gísli Marteinn hlakkar til að sjá Maður að mínu skapi

Nýtt verk eftir Braga Ólafsson, Maður að mínu skapi, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um helgina. Fáir velkjast í vafa um að þar fær hópur innan Sjálfstæðisflokksins á baukinn; ekki síst þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Gísli Marteinn Baldursson.

Fólk hvatt til að vera ekki á ferðinni

Ferðaaðstæður hafa spillst og geta versnað enn frekar næsta sólarhringinn. Fólk er hvatt til að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til. Vinnuhópur ÍAV lenti í miklu óveðri austan við Snæfell.

Bjargaði McConaughey um munntóbak

Hannes Friðbjarnarson, trymbill í hljómsveitinni Buff, lenti í því í síðustu viku að bjarga kvikmyndastjörnunni Matthew McConaughey um munntókbak. Samkvæmt heimildum Vísis gekk það að óskum.

Neyðarástand á leigumarkaði

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að neyðarástand ríki á húsaleigumarkaði. Hann vill að ríkið bregðist við þessu með því að fella niður fjármagnstekjuskatt á leigutekjur og auka framboð leiguhúsnæðis.

Albanir ílengjast á Íslandi

Útlendingastofnun mun að sinni ekki aðhafast í máli níu Albana sem skiluðu sér ekki í leiguflug heim til Albaníu eftir landsleikinn á dögunum.

Vilja fá listaverkagjöf tölvuleikjarisans CCP

Ný tillaga Sigurðar Guðmundssonar að útilistaverki sem tölvuleikjaframleiðandinn CCP vill gefa Reykjavíkurborg hlýtur mun betri viðtökur Listasafns Reykjavíkur en fyrri hugmynd Sigurðar. Verkinu er ætlað að standa við Vesturbugt.

Tæplega sjötugur ökufantur ákærður fyrir kappakstur

Ríkisaksóknari hefur ákært sjötugan karlmann og mann á þrítugsaldri fyrir ólöglegan kappakstur sem endaði með því að sá eldri missti stjórn á bílnum og fór í loftköstum yfir 100 metra leið. Sá eldri er alræmdur ökufantur.

Segir starfsfólki beitt í pólitískum átökum

Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir Guðríði Arnardóttur bæjarfulltrúa til vansa að hafa dregið bæjarstarfsmenn í "pólitískar skylmingar“. Hún hafi verið sjálfboðaliði við Hamraborgarhátíð og engum starfsmönnum stýrt.

Opna fyrir umferð á laugardaginn

"Það er mjög gaman að sjá hvernig þetta lítur út, hversu vel þetta samræmist teikningunum og hvernig við höfðum hugsað þetta,“ segir Hans-Olav Andersen, arkitekt og einn hönnuða nýju göngu- og hjólabrúnna yfir Elliðaárósa.

Fyrstu ferðir Herjólfs falla niður

Fyrsta ferð Herjólfs fellur niður í dag 16.09.2013 vegna veður, það er ferðin sem til stóð að fara 08:00 frá Vestmannaeyjum og 10:00 frá Landeyjahöfn.

Starfsmenn RARIK berja ís af raflínum

Björgunarsveitir víða um land höfðu í nægu að snúast í gærkvöldi og var flestum verkefnum lokið á fjórða tímanum í nótt en veðrið tók að ganga niður um miðnættið.

Veikasta fólkið fær nýja álmu

„Þetta var mjög góður dagur. Þessi álma verður fyrir allra veikustu sjúklingana sem þurfa mikla aðstoð og aðhlynningu,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, en fyrsta skóflustunga nýrrar álmu við sjúkrahúsið Vog var tekin fyrir helgi.

Flúði til Íslands með dætur sínar þrjár

Danskur faðir hefur kært íslenska barnsmóður sína fyrir að ræna dætrum þeirra. Hún er með umgengnisrétt, hann fullt forræði. Yfirvöldum er kunnugt um málið.

Níu Albana leitað hér á landi

Þrettán Albanir sem komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Albaníu á þriðjudaginn skiluðu sér ekki í flugið heim. Umsókn um hæli hér á landi liggur fyrir frá fjórum þeirra.

Kemst ekki á öryggisfundi í vinnunni, fær ekki túlk

Ungur heyrnarlaus vélfræðingur getur ekki tekið þátt í öryggisfundum vegna vinnu sinnar, þar sem hann fær ekki túlk. Peningar sem eiga að greiða fyrir túlkaþjónustu í daglegu lífi eru búnir og hann þarf að stóla alfarið á konuna sína, sem hefur fulla heyrn.

Fegurðardrottning í loftfimleikum

Ungfrú Ísland 2013 er ákveðinn og óskipulagður fjármála-verkfræðinemi, sem stundar loftfimleika og brimbrettaíþróttina í frístundum.

Von á meiri flóðum

Allavega fimm manns eru látnir og um fimm hundruð er saknað vegna flóða sem gengið hafa yfir Colorado undanfarna daga. Íslenskur nemi í fylkinu segir von á meiri flóðum.

Sjá næstu 50 fréttir