Innlent

Erlenda konan fundin

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Björgunarsveitir í Eyjafirði fundu síðdegis erlenda ferðakonu.
Björgunarsveitir í Eyjafirði fundu síðdegis erlenda ferðakonu. Mynd/Vilhelm
Björgunarsveitir í Eyjafirði fundu fyrir nokkrum mínútum konuna sem var villt í Súlum og leitað hefur verið að í dag. Var hún stödd austan í fjallinu, beint niður af Súlutindum nokkuð frá þeirri leið sem hún hugðist fara. Er talið að hún hafi hrakist af leið undan veðrinu á fjallinu.

Í þetta sinn var það hljóðleitin sem bar árangur, konan heyrði í flautum björgunarmanna og gat gert vart við sig. Hún er köld og hrakin og getur illa gengið. Því þarf að bera hana niður þangað sem fjórhjól komast að, allt að þriggja kílómetra leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×