Innlent

Páll hlýtur fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindarráðuneytisins

Páll Steingrimsson kvikmyndagerðarmaður tekur við verðlaununum úr hendi Sigurðar Inga.
Páll Steingrimsson kvikmyndagerðarmaður tekur við verðlaununum úr hendi Sigurðar Inga. Mynd/Valgarður
Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður, hlaut i dag fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindarráðuneytisins. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og aulindarráðherra, veitti verðlaunin í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru.

Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Í rökstuðningi dómnefndar fjölmiðlaverðlauna segir meðal annars:

„Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina.“

Í rökstuðningi ráðherra vegna Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti segir meðal annars að Vigdís Finnbogadóttir hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd. Einnig að hún hafi hvatt þjóð sína til að huga að uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna.

Aðrir sem tilnefndir voru til fjölmiðlaverðlaunanna eru:

Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar, fyrir vandað og fallegt tímarit sem m.a. hefur það að augnamiði að færa náttúruna nær fólki.

Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir víðtæk og fjölbreytt skrif og fréttaskýringar um náttúruverndarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×