Vilja fá listaverkagjöf tölvuleikjarisans CCP Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. september 2013 10:00 Safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hvetur borgina til að þiggja þetta verk Sigurðar Guðmundssonar að gjöf frá CCP. Mynd/Sigurður Guðmundsson Útlit er nú fyrir að Reykjavíkurborg muni þiggja útilistaverkagjöf tölvuleikjaframleiðandans CCP. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafnaði borgin fyrstu hugmynd listamannsins Sigurðar Guðmundssonar að listaverki í boði CCP í tilefni tíu ára afmælis fyrirtækisins, sem framleiðir hinn gríðarlega vinsæla tölvuleik Eve-Online. Nú hefur Sigurður lagt fram alveg nýja hugmynd; Heimar í heimi. Er þar um að ræða verk í granít, stál, steypu og ál sem hæst mun ná fimm metra hæð. Nöfn um fimm hundruð þúsund áskrifenda að Eve-Online verða letruð á verkið. „Nöfnin eru ólæsileg og sjást aðeins með stækkunargleri enda prentuð í gráum lit á gráa álplötuna. Þessi ósýnilega „virtual“ þjóð, 500 þúsund manns sem lifa í EVE-heiminum, er velkominn hluti af verkinu fyrir mig þó að sjónrænt virki textinn eins og mynstur eða „grid“,“ útlistar Sigurður í skýringum á verkinu. Fyrri hugmynd Sigurðar þótti Hafþóri Yngvasyni, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafa of sterka tilvísun í CCP. Áletruðu nöfnin mundu takmarka merkingu verksins og koma í veg fyrir að það stæði óháð hagsmunum einkafyrirtækis. Hafþór fagnar hins vegar nýja verkinu, sem hann segir ákjósanlega viðbót við myndlistarverk í borgarlandinu.Sigurður Guðmundsson„Öll form myndarinnar eru einföld og skýr og einkennast af festu og stöðugleika, sem er mikilvægt í almenningsrými þar sem ótengdir hlutir keppa um athyglina,“ segir í umsögn safnstjórans, sem hvetur borgaryfirvöld til að taka jákvætt í tillöguna og skoða hvort finna megi verkinu varanlegan stað við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn. Þar á svæðinu er CCP með höfuðstöðvar sínar. „Verkið sé ég að engu leyti sem auglýsingu fyrir CCP enda var það engin ósk af þeirra hálfu. Það sem ég var beðinn um að gera var listaverk í tilefni tíu ára afmælis CCP,“ undirstrikar Sigurður í bréfi sínu. Menningar- og ferðamál borgarinnar lýsti ánægju með verkið og nú hefur umhverfis- og skipulagsráð vísað því til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar. Að sögn Sigurðar er uppsetning verksins einföld og auðvelt að færa það til. „Sjálfur mun ég fylgjast með uppsetningunni og einnig kínverskur tæknimaður sem ráðleggur hvernig best sé að framkvæma uppsetninguna,“ segir Sigurður, sem sjálfur kveðst munu borga kostnaðinn við kínverska tækniráðgjafann. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Útlit er nú fyrir að Reykjavíkurborg muni þiggja útilistaverkagjöf tölvuleikjaframleiðandans CCP. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hafnaði borgin fyrstu hugmynd listamannsins Sigurðar Guðmundssonar að listaverki í boði CCP í tilefni tíu ára afmælis fyrirtækisins, sem framleiðir hinn gríðarlega vinsæla tölvuleik Eve-Online. Nú hefur Sigurður lagt fram alveg nýja hugmynd; Heimar í heimi. Er þar um að ræða verk í granít, stál, steypu og ál sem hæst mun ná fimm metra hæð. Nöfn um fimm hundruð þúsund áskrifenda að Eve-Online verða letruð á verkið. „Nöfnin eru ólæsileg og sjást aðeins með stækkunargleri enda prentuð í gráum lit á gráa álplötuna. Þessi ósýnilega „virtual“ þjóð, 500 þúsund manns sem lifa í EVE-heiminum, er velkominn hluti af verkinu fyrir mig þó að sjónrænt virki textinn eins og mynstur eða „grid“,“ útlistar Sigurður í skýringum á verkinu. Fyrri hugmynd Sigurðar þótti Hafþóri Yngvasyni, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafa of sterka tilvísun í CCP. Áletruðu nöfnin mundu takmarka merkingu verksins og koma í veg fyrir að það stæði óháð hagsmunum einkafyrirtækis. Hafþór fagnar hins vegar nýja verkinu, sem hann segir ákjósanlega viðbót við myndlistarverk í borgarlandinu.Sigurður Guðmundsson„Öll form myndarinnar eru einföld og skýr og einkennast af festu og stöðugleika, sem er mikilvægt í almenningsrými þar sem ótengdir hlutir keppa um athyglina,“ segir í umsögn safnstjórans, sem hvetur borgaryfirvöld til að taka jákvætt í tillöguna og skoða hvort finna megi verkinu varanlegan stað við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn. Þar á svæðinu er CCP með höfuðstöðvar sínar. „Verkið sé ég að engu leyti sem auglýsingu fyrir CCP enda var það engin ósk af þeirra hálfu. Það sem ég var beðinn um að gera var listaverk í tilefni tíu ára afmælis CCP,“ undirstrikar Sigurður í bréfi sínu. Menningar- og ferðamál borgarinnar lýsti ánægju með verkið og nú hefur umhverfis- og skipulagsráð vísað því til umsagnar hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar. Að sögn Sigurðar er uppsetning verksins einföld og auðvelt að færa það til. „Sjálfur mun ég fylgjast með uppsetningunni og einnig kínverskur tæknimaður sem ráðleggur hvernig best sé að framkvæma uppsetninguna,“ segir Sigurður, sem sjálfur kveðst munu borga kostnaðinn við kínverska tækniráðgjafann.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira