Grjótfok rústar bílum í Öræfum Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. september 2013 07:00 Rúður brotnuðu í fjölda bíla í Freysnesi Mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ákaflega slæmt veður var á landinu öllu í gær og þurftu björgunarsveitir landsins að sinna fjölda útkalla. Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit þurfti að aðstoða fjölda bifreiða sem fastar sátu í Námuskarði. Einnig voru ferðamenn fastir í bílum sínum á Sprengisandi en Björgunarsveitin Þingey kom þeim til aðstoðar. Þá þurfti Björgunarsveitin Hérað á Egilsstöðum að aðstoða bíla í Vatnsskarði eystra og á Fjarðarheiði. Í Vestmannaeyjum og í Hafnarfirði fuku þakplötur af íbúðarhúsum og voru björgunarsveitir sendar á vettvang til aðstoðar. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá smærri björgunarsveitunum úti á landi, sem sjá um fjallvegi og heiðar. Þetta eru auðvitað allt sjálfboðaliðar og álagið hefur verið mikið á þeim,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, fjölmiðlafulltrúi Landsbjargar. Á landsvísu eru um 4.000 manns á útkallsskrá hjá björgunarsveitunum. Vegir landsins voru margir hverjir þaktir snjó eða krapi og slæm veðurskilyrði ollu vandræðum víða. Á Vestfjörðum var snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum og voru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum. Á Norðausturlandi var víða hálka og éljagangur. Krapasnjór var í Fagradal, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Ófært var í Hamarsfirði, á Hellisheiði eystri og á Suðausturlandi var ófært milli Kirkjubæjarklausturs og Freysness vegna óveðurs. „Veðrið var verst um klukkan 15 en svo lægði aðeins,“ segir Eyrún Halla Jónsdóttir, starfsmaður í Söluskálanum í Freysnesi. Fjölmargir bílar stóðu fastir á Skeiðarársandi sökum veðurofsa á staðnum. „Það óku um 20 bílar fram hjá okkur með brotnar rúður og skemmt lakk,“ bætir Eyrún Halla við. Fjöldi fólks þurfti að yfirgefa bíla sína á Skeiðarársandi en grunnskólinn í Hofgarði var opnaður til að hýsa það fólk sem var í vanda statt.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira