Innlent

Sérsveitin handtók fimm kannbisræktendur

Kannabisræktun var stöðvuð á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu á föstudag. Lagt var hald á samtals um 150 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar, auk lítilræðis af öðrum fíkniefnum. Tvær ræktananna voru mjög umfangsmiklar og var búnaðurinn eftir því. Fimm karlar á þrítugsaldri voru handteknir í þessum aðgerðum, en við þær naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×