Innlent

Albanir ílengjast á Íslandi

Gunnar Valþórsson skrifar
Fjórir Albana sem hingað komu til að fylgjast með landsleik hafa sótt um hæli hér á landi -- níu njóta hins vegar lífsins sem ferðamenn á Íslandi.
Fjórir Albana sem hingað komu til að fylgjast með landsleik hafa sótt um hæli hér á landi -- níu njóta hins vegar lífsins sem ferðamenn á Íslandi. Vilhelm
Útlendingastofnun mun að sinni ekki aðhafast í máli níu Albana sem skiluðu sér ekki í leiguflug heim til Albaníu eftir landsleikinn á dögunum.

Þrettán einstaklingar mættu ekki í vélina en fjórir þeirra hafa nú sótt um hæli hér á landi og er útlendingastofnun með þau mál í vinnslu. Þetta staðfestir Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar í samtali við fréttastofu nú í morgun.

Hvað hina níu varðar bendir Kristín á að Albanir megi vera hér á landi í þrjá mánuði sem ferðamenn, eins og aðrir Evrópubúar og því lendi mál þeirra ekki inni á borði hjá Útlendingastofnun, fyrr en þeir sæki hér um hæli, kjósi þeir að gera það á annað borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×