Innlent

Stormviðvörun frá Veðurstofunni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Spáð er snörpum vindhviðum víða um land
Spáð er snörpum vindhviðum víða um land Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Borist hefur tilkynning frá Veðurstofunni þar sem varað er við norðan illviðri í dag.

Búist er við hvassviðri eða stormi 18-25 m/s á landinu í dag. Veðrinu fylgja áfram snarpar vindhviður víða um land, einkum suðaustanlands og á sunnanverðum Austfjörðum, yfir 35 m/s. Einnig er búist við talsverðri eða mikilli úrkomu norðaustantil á landinu.

 

Í kvöld og nótt dregur úr vindi og úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×