Innlent

Snarvitlaust veður á Laugarvatni

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Snarvitlaust veður var á Laugavatni í nótt og í morgun.
Snarvitlaust veður var á Laugavatni í nótt og í morgun. Mynd/Hafþór Guðmundsson
Snarvitlaust veður var á Laugarvatni í nótt og fram undir morgun. Halldór Benjamínsson, íbúi á Laugarvatni, segir fólk hafa sameinast í nótt við að reyna að bjarga því sem bjargað varð.

"Það fauk bátaskúr fullur af bátum, svona tvær breiddir frá sé. Við notuðum gröfu til að halda bátunum niðri því skúrinn fór allur í sundur. Járnplötur fuku af einu íbúðarhúsi, svona einn fjórði af plötunum og stór tré brotnuðu," segir Halldór.

Það var þó ekki farandi upp á þök að reyna að bjarga þakplötum vegna veðurs en ýmsum lausamunum eins og trampólínum, garðhúsgögnum og fleiru var reynt að bjarga.

Einnig skemmdust girðingar, fótboltamörk og annað í óveðrinu.

Heimamenn eru ýmsu vanir þegar það kemur að hvassviðri en verst lætur veðrið þegar vindurinn stendur beint niður fjallið eins og var í nótt.



Grafa þurfti að halda bátunum,úr bátaskýlinu sem fauk um koll, niðriMynd/Hafþór Guðmundsson
Girðingar brotnuðu og skemmdust
Mörk fuku til sem og trampólín og garðhúsgögnMynd/Hafþór Guðmundsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×