Tæplega sjötugur ökufantur ákærður fyrir kappakstur Valur Grettisson skrifar 16. september 2013 10:00 Tveir menn eru ákærðir fyrir umferðar- og hegningarlagabrot vegna kappaksturs sem þeir þreyttu á Hafnarfjarðarvegi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn. Annar mannanna var 67 ára gamall þegar kappaksturinn átti sér stað. Sá yngri er á þrítugsaldri. Það var í september árið 2011 sem mennirnir þreyttu kappakstur norður Hafnarfjarðarveg að Fífuhvammsvegi við Kópavogslæk í Kópavogi. Mennirnir óku á allt að 174 kílómetra hraða á klukkustund en mögulegur hámarkshraði bifreiðanna var 189 kílómetra hraði samkvæmt ákæruskjali. Hámarkshraði á svæðinu er aftur á móti 80 kílómetrar á klukkustund. Sá eldri er að auki ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum sljóvgandi og deyfandi lyfja, auk þess sem hann var ekki í bílbelti. Kappaksturinn endaði með því að sá eldri missti stjórn á bifreiðinni, sem var 340 hestafla svartur Dodge Charger-bíll. Bifreiðin rann með hliðarskriði, rakst í kjölfarið á ljósastaur og fór í loftköstum um 120 metra leið. Bifreiðin hafnaði loks utan vegar nærri Kópavogslæk eftir ítrekaðar veltur. Mikið var fjallað um kappaksturinn í fjölmiðlum þegar málið kom upp. Þá vakti athygli að leigubílstjóri náði ótrúlegu myndbandi af bílveltunni en mikil umferð var á vegarkaflanum þennan dag. Ökumaðurinn slapp hreint út sagt ótrúlega vel að mati kunnugra enda ekki í bílbelti. Smáhundur mannsins, sem var með í bílnum, var þó ekki jafn heppinn. Sá drapst. Fréttablaðið fjallaði um akstur mannsins en þar kom fram að þetta hefði ekki verið í fyrsta skiptið sem hann hefði keppt í ólöglegum kappakstri. Spjallverjar samtakanna Live2Cruize voru þá misánægðir með þann roskna. „Þessi gaur reyndi að keyra í hliðina á mér eftir að hann tapaði fyrir mér í spyrnu eitt sinn og svo þegar að við stoppuðum á næstu ljósum þá rétti hann mér bara puttann,“ sagði einn. Í ákæruskjalinu segir orðrétt um atburðinn: „Ákærðu röskuðu […] umferðaröryggi á alfaraleið og stofnuðu á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda í augljósan háska.“ Málinu var frestað samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara sem sækir málið og því liggur afstaða mannanna gagnvart ákæruatriðunum ekki fyrir. Þess er að auki krafist að mennirnir verði sviptir ökuréttindum. Tengdar fréttir Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt. 5. september 2011 21:20 Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina. 6. september 2011 07:18 Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. 8. september 2011 07:30 Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5. september 2011 19:48 Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 6. september 2011 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tveir menn eru ákærðir fyrir umferðar- og hegningarlagabrot vegna kappaksturs sem þeir þreyttu á Hafnarfjarðarvegi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn. Annar mannanna var 67 ára gamall þegar kappaksturinn átti sér stað. Sá yngri er á þrítugsaldri. Það var í september árið 2011 sem mennirnir þreyttu kappakstur norður Hafnarfjarðarveg að Fífuhvammsvegi við Kópavogslæk í Kópavogi. Mennirnir óku á allt að 174 kílómetra hraða á klukkustund en mögulegur hámarkshraði bifreiðanna var 189 kílómetra hraði samkvæmt ákæruskjali. Hámarkshraði á svæðinu er aftur á móti 80 kílómetrar á klukkustund. Sá eldri er að auki ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum sljóvgandi og deyfandi lyfja, auk þess sem hann var ekki í bílbelti. Kappaksturinn endaði með því að sá eldri missti stjórn á bifreiðinni, sem var 340 hestafla svartur Dodge Charger-bíll. Bifreiðin rann með hliðarskriði, rakst í kjölfarið á ljósastaur og fór í loftköstum um 120 metra leið. Bifreiðin hafnaði loks utan vegar nærri Kópavogslæk eftir ítrekaðar veltur. Mikið var fjallað um kappaksturinn í fjölmiðlum þegar málið kom upp. Þá vakti athygli að leigubílstjóri náði ótrúlegu myndbandi af bílveltunni en mikil umferð var á vegarkaflanum þennan dag. Ökumaðurinn slapp hreint út sagt ótrúlega vel að mati kunnugra enda ekki í bílbelti. Smáhundur mannsins, sem var með í bílnum, var þó ekki jafn heppinn. Sá drapst. Fréttablaðið fjallaði um akstur mannsins en þar kom fram að þetta hefði ekki verið í fyrsta skiptið sem hann hefði keppt í ólöglegum kappakstri. Spjallverjar samtakanna Live2Cruize voru þá misánægðir með þann roskna. „Þessi gaur reyndi að keyra í hliðina á mér eftir að hann tapaði fyrir mér í spyrnu eitt sinn og svo þegar að við stoppuðum á næstu ljósum þá rétti hann mér bara puttann,“ sagði einn. Í ákæruskjalinu segir orðrétt um atburðinn: „Ákærðu röskuðu […] umferðaröryggi á alfaraleið og stofnuðu á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda í augljósan háska.“ Málinu var frestað samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara sem sækir málið og því liggur afstaða mannanna gagnvart ákæruatriðunum ekki fyrir. Þess er að auki krafist að mennirnir verði sviptir ökuréttindum.
Tengdar fréttir Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt. 5. september 2011 21:20 Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina. 6. september 2011 07:18 Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. 8. september 2011 07:30 Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5. september 2011 19:48 Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 6. september 2011 20:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Með minniháttar áverka - ökumaðurinn gaf sig fram Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í kvöld, virðist við fyrstu skoðun með minniháttar áverka, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku Landspítalans. Hann verður til eftirlits á sjúkrahúsinu í nótt. 5. september 2011 21:20
Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina. 6. september 2011 07:18
Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap. 8. september 2011 07:30
Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5. september 2011 19:48
Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 6. september 2011 20:00