Innlent

Truflanir en lítið um straumleysi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ísing hefur laggst á raflíur á Norðurlandi.
Ísing hefur laggst á raflíur á Norðurlandi. Myndir/Landsnet
Nokkrar skemmdir urðu á dreifikerfi rafork á Norðurlandi vegna ísingar en flutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum alvarlegum skakkaföllum. Fylgst hefur verið náið með veðurspám og þegar óveðrið nálgaðist var viðbúnaður aukinn hjá Landsneti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Raforkuflutningskerfi Landsnets hefur ekki orðið fyrir neinum stóráföllum í óveðrinu sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag. Útleysingar hafa orðið á flutningslínum á nokkrum stöðum en þær hafa ekki valdið rafmagnsleysi, nema stutta stund í gærkvöldi í Vík í Mýrdal og nágrannasveitum.

Eins og sjá má á þeim myndum sem fylgja þessari frétt þá varð ísingar vart á spennulínum á Norðurlandi sem olli skemmdum. Landsnet hefur staðfest að nokkur ísing sé á línunni á Vaðlaheiði en vegna óveðurs er viðgerð ekki enn hafin. Veður var að ganga niður nú síðdegis og má búast við að viðgerð hefjist í kjölfarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×