Innlent

Opna fyrir umferð á laugardaginn

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Hans-Olav Andersen og samstarfsmenn hans á Teiknistofunni Tröð hittust fyrir helgi og virtu fyrir sér mannvirkið við Elliðaár.
Hans-Olav Andersen og samstarfsmenn hans á Teiknistofunni Tröð hittust fyrir helgi og virtu fyrir sér mannvirkið við Elliðaár. Fréttablaðið/Vilhelm
„Það er mjög gaman að sjá hvernig þetta lítur út, hversu vel þetta samræmist teikningunum og hvernig við höfðum hugsað þetta,“ segir Hans-Olav Andersen, arkitekt og einn hönnuða nýju göngu- og hjólabrúnna yfir Elliðaárósa.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri opna formlega fyrir umferð um brýrnar næstkomandi laugardag.

Brýrnar tvær eru hvor um 36 metrar að lengd en göngu- og hjólastígarnir á milli eru um 280 metrar.

Hans-Olav segist hlakka til að sjá hvernig verkið mun líta út fullklárað. „Það verður fyrst hægt að sjá það næsta vor, þegar grasið fer að spretta upp í kring og svona.“

Teiknistofan Tröð er aðalhönnuður verksins en hún fékk til liðs við sig Sigurð Inga Ólafsson hjá Teiknistofunni Nýbýli. Norska arkitektastofan Snøhetta var með landslagsráðgjöf og VJI kom að hönnun lýsingar og rafmagns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×