Innlent

Stöðvuðu framkvæmdir á Degi íslenskrar náttúru

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Varðmenn Hraunavina við Gálgahraun klukkan sjö í morgun
Varðmenn Hraunavina við Gálgahraun klukkan sjö í morgun Mynd/Ómar Ragnarsson
„Það stakk í stúf að ráðast á hraunið á þessum degi," segir Ómar Ragnarsson sem mætti í Gálgahraunið klukkan sjö í morgun ásamt öðrum Hraunavinum til að stöðva framkvæmdir við hraunið á Degi íslenskrar náttúru.

„Við ætluðum að vera viðstaddir fyrsta hátíðargjörning þessa dags, þegar það átti að ryðja hrauninu burt, en þeir ætla ekki að gera það í dag. Þannig að þessi dagur byrjar vel," segir Ómar

Ómar segir verkstjórann hafa gefið loforð um að vinna ekki í hrauninu í dag. Varðmenn Hraunavina treystu því loforði og fóru því af svæðinu í kjölfarið.

„Ég hef brýnt fyrir fólki að við þurfum að sameinast og ekki þurfi að koma til illdeilna á þessum degi. Það að þeir hættu við að vinna í hrauninu var ákveðin athöfn til heiðurs deginum. Dagurinn byrjaði allavega vel," segir Ómar Ragnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×