Innlent

Pálmi Guðmundsson nýr yfirmaður ljósvakasviðs Skjás Eins

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Pálmi Guðmundsson
Pálmi Guðmundsson
Heimildir Vísis herma að Pálmi Guðmundsson verði kynntur sem nýr yfirmaður ljósvakasviðs Skjás Eins í vikunni.

Pálmi sinnti áður starfi dagskrárstjóra Stöðvar 2.

Hilmari Björnssyni, fyrrverandi dagskrárstjóra Skjás Eins var sagt upp störfum í sumar.

Ástæðu uppsagnarinnar sagði Hilmar vera ágreining á milli hans og framkvæmdastjóra Skjásins, Friðriks Friðrikssonar, um útsendingarrétt á golfefni sem félag í eigu Hilmars hefur haft réttindi á og sýnt hefur verið á stöðinni Skjár golf.

Pálmi vildi ekki staðfesta ráðninguna í samtali við Vísi í kvöld. Í tölvupósti sem sendur hefur verið á starfsmenn Skjásins er Pálmi þó boðinn velkominn til starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×