Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Nóa Síríus: Fjárkúgunartilraunin var viðvaningsleg Stjórnendur Nóa Síríusar staðfesta að tilraun hafi verið gerð til að kúga fé út úr fyrirtækinu. Tveir aðilar taldir tengjast málinu. 22.8.2013 13:13 Leikskólastjórinn hefur ekki séð myndböndin Hún telur það jafnframt alvarlegt að stúlkurnar hafi ekki látið sig vita af þessu strax, sérstaklega í ljósi þess að þetta eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. 22.8.2013 12:45 200 menntaskólanemar strandaglópar - fyrsti skóladagur á morgun "Fyrsti skóladagurinn er á morgun, og þá mun vanta heilan árgang,“ segir Birna Ketilsdóttir, Inspector scholae hjá Menntaskólanum í Reykjavík, en hún er ein af 200 nemendum sem eru strandaglópar á grísku eyjunni Krít eftir tíu daga ferð útskriftarárgangs skólans. 22.8.2013 12:20 Lögregla íhugar nálgunarbann "Það hefur ekki komið til tals að fara fram á nálgunarbann en það er inni í myndinni,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, en embættið rannsakar alvarlegt áreiti karlmanns gagnvart lögreglukonu sem átti sér stað á Seyðisfirði í síðustu viku. 22.8.2013 11:15 Norðlingaalda í verndarflokk að faglegu mati Fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar talar þvert á orð iðnaðarráðherra. Fagleg sjónarmið hafi ráðið því að Norðlingaalda var sett í verndarflokk. 22.8.2013 10:41 Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Erlendir sendierindrekar lúta ekki íslenskri refsilöggjöf og ekki má stefna þeim nema í undantekningartilvikum. Sérfræðingur í þjóðarétti segir gagnkvæmni í samskiptum ríkja leiða til þess að sendierindrekar fara að lögum móttökuríkisins. 22.8.2013 10:41 Mál á hendur Sigga hakkara fellt niður - tveir aðrir grunaðir um að kúga fé út úr Nóa Síríus Sigurður Þórðarson, eða Siggi Hakkari, eins og hann er oft nefndur verður ekki ákærður fyrir aðild sína að fjárkúgunarmáli. Þetta kemur fram í bréfi frá Ríkissaksóknara sem Sigurður hefur nú birt á Twitter-síðu sinni. Sigurður þessi komst í fréttirnar á sínum tíma þegar í ljós kom að bandarískir alríkislögreglumenn höfðu yfirheyrt hann vegna tengsla hans við Wikileaks síðuna. 22.8.2013 08:53 Makrílskipin flýja síldina Stóru makrílveiðiskipin, sem vinna og frysta aflann um borð, eru öll komin vestur fyrir land á flótta undan síld, sem hefur farið upp í helming aflans á miðunum austur af landinu. Útgerðir skipanna vilja treina síldarkvótann þar til makrílveiðunum lýkur, auk þess sem það tefur vinnsluna að vera að vinna bæði síld og makríl í einu. 22.8.2013 08:08 Neyðarflugeldi stolið og honum skotið á loft Björgunarsveit var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að tilkynningar bárust um að neyðarblys hafi sést vestur af Eiðisskeri undan ströndum Seltjarnarness. Björgunarbátur var sendur út, þyrla Landhelgisgæslunnar leiltaði á svæðinu og sjóliðar af varðskipi, sem statt var í grenndinni, leituðu einnig á léttbáti, en eftir klukkustundar leit þótti ljóst að engin sæfari væri í hættu og var leitinni hætt. 22.8.2013 08:06 Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð á dómnum yfir Manning Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð sinni á því óréttlæti, sem felst í því að Bradley Manning hafi verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að hafa upplýst um hernaðar- og utanríkismál Bandaríkjanna. Dómurinn sé aðför að upplýsinga- og tjáningafrelsi einstakalinga. 22.8.2013 08:04 Skólarnir hefjast í dag Umþaðbil 40 þúsund börn hefja skólagöngu í dag þegar grunnskólarnir verða settir og hefst kennsla á morgun. Fjöldi barna mun þá stíga sín fyrstu skref í umferðinni og vill Samgöngustofa brýna fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og bendir á að barn, sem er að byrja í skóla, hafi ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum í uimferðinni. 22.8.2013 08:02 Byggðastofnun græðir á fyrirhuguðum kvóta Rúmlega milljarða lán Byggðastofnunar er með veð sem varð verðlaust þegar úthafsrækjuveiðar voru gefnar frjálsar. Áform nýs ráðherra glæða vonir um heimtur. 22.8.2013 07:00 Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. 22.8.2013 07:00 Vantreysta þingi út af skítkasti Tæplega 80% svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á trausti til Alþingis segjast vantreysta þingi vegna samskiptamáta þingmanna. 22.8.2013 07:00 Fundar um Fukushima-slysið Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hefur þegið boð Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um að vera forseti alþjóðlegs fundar um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima. 22.8.2013 07:00 Tvöfalt meira borðað af íslensku skyri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi Innan við þriðjungur af 36 milljón dósum sem framleiddar eru af íslensku skyri er borðaður á Íslandi. Geysileg aukning er í sölunni í öðrum norrænum ríkjum þar sem skyrið er framleitt með leyfi Mjólkursamsölunnar. 22.8.2013 07:00 "Hver býðst til að útskýra það réttlæti fyrir börnunum?“ Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, segir á Facebook síðu sinni í kvöld frá írönskum systkinum sem hann og kvikmyndatökumaðurinn Ingi R. Ingason hittu í Bagdad árið 2010. 21.8.2013 22:00 Heppinn Dani vann 1,3 milljarða Hann var heppinn Daninn sem hlaut fyrsta vinning í Víkingalottóinu í kvöld því hann fær rúmlega 1,3 milljarða íslenskra króna að launum. Íslenski bónusvinningurinn gekk ekki út og ekki heldur fyrsti vinningurinn í Jókernum. Einn Íslendingur hlaut þó annan vinning í Jókernum og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut. 21.8.2013 19:52 Kópavogur hækkar styrki til barna Kópavogsbær hefur hækkað styrki til niðurgreiðslu gjalda vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga þar í bæ. 21.8.2013 17:11 Sæbraut opin á ný Seinfært var um Sæbraut frá Holtavegi að Elliðaárbrú til suðurs. 21.8.2013 16:57 Bleikur pardus í haldi frönsku lögreglunnar Franska lögreglan handtók mann grunaðan um að tilheyra hópi skartgripaþjófa frá Balkanskaga. 21.8.2013 16:22 Skógræktin neitar hjólhýsaeigendum um rafmagn Landið sem hjólhýsin eru á eru í eigu ríkisins og bendir Eysteinn á að í öðrum hjólahýsabyggðum til dæmis á Laugavatni og á Flúðum sé rafmagn í boði í fyrir húsin. Á Laugavatni sé jafnframt nánast bannað að nota gas. Þar eru hjólhýsabyggðirnar í eigu sveitarfélaganna. 21.8.2013 16:18 „Skelfilegur dómur“ „Skelfileg niðurstaða fyrir þennan unga mann sem gerði ekki annað en hlýða sinni samvisku,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um fangelsisdóminn yfir Bradley Manning. 21.8.2013 15:15 Leikskólanum 101 lokað tímabundið Ákvörðun skólans að loka tímabundið. Engar athugasemdir gerðar við reglubundið eftirlit. 21.8.2013 15:14 Rigning og rok á Menningarnótt Það gæti orðið nokkuð blautt framan af um það leyti sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram og líklega verður einhver gola. Hlauparar ættu því að huga að hentugum fatnaði fyrir hlaupið. 21.8.2013 13:36 Segir myndböndin sýna „slæmt“ ofbeldi Á myndband af starfsmanni leikskólans 101 að rassskella barn. Stjórnendur leikskólans hafna alfarið ásökunum. 21.8.2013 12:17 Burðavirki Elliðaárbrúar risin „Hjólreiðamenningin mun batna mikið með tilkomu þessara nýju brúa yfir Elliðaárósana,“ segir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. 21.8.2013 11:16 Skipa starfshóp um stjórnarskrá 21.8.2013 10:00 Tveir Íslendingar handteknir í Melbourne Ákærðir fyrir að reyna að smygla um þremur kílóum af kókaíni. 21.8.2013 09:57 Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast. 21.8.2013 09:02 Fjórir stórir jakar út af Horni Fjórir stórir borgarísjakar sáust síðdegis í gær út af Horni á Vestfjörðum, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Þeir voru allt upp í 300 metra langir og mjög breiðir. Tveir þeirra að minnsakosti eru á siglingaleið fyrir Horn. 21.8.2013 08:42 Markús kominn upp úr höfninni á Flateyri Mönnum frá Köfunarþjónustu Sigurðar tókst í gær að ná fiskibátnum Markúsi ÍS af botni hafnarinnar á Flateyri, en hann sökk þar um verslunarmannahelgina. 21.8.2013 08:40 Ók yfir tvö lömb og stakk af Ekið var á tvö lömb, sem bæði drápust, á nýja veginum yfir Lyngdalsheiði einhverntímann seint í gærkvöldi og skildi ökumaður hræin af þeim eftir á miðjum veginum. Ökumaður, sem kom þar að um klukkan ellefu í gærkvöldi tilkynnti lögreglunni á Selfossi um málið, og fór hún á vettvang. 21.8.2013 08:01 Tapa á strætisvögnum og vilja yfirdrátt Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, segja tap á almenningsamgöngum á vegum samtakanna. 21.8.2013 08:00 Þrír teknir úr umferð Ölvaður ökumaður fór mikinn í austurborginni um þrjú leytið í nótt og mældu lögreglumenn bíl hans á 109 kílómetra hraða þegar hann ók yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Þeim tókst að stöðva manninn skömmu síðar og taka hann úr umferð. Tveir aðrir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. 21.8.2013 07:50 Slasaði sig við að stökkva yfir læk Kona missté sig þegar hún var að stökkva yfir læk í Reykjadal, ofan við Hveragerði í gærkvöldi. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn og sjúkrabíll sendir á vettvang. Björgunarmennirnir báru konuna niður í sjúkrabílinn, en eftir aðhlynningu þar um borð, var konan útskrifuð. 21.8.2013 07:47 Surg berst frá raflínum við Vallahverfi Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði segja að í rigningu "surgi“ í raflínum sem liggja fram hjá hverfinu að álverinu í Straumsvík. 21.8.2013 07:45 Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani Sölumaður lífgaði við sjö ára dreng sem hættur var á anda þegar móðir hans kom með hann í Flügger-búðina á Akureyri á mánudag. Áminning um að að endurnýja skyndihjálparkunnáttuna segir Ævar Jónsson. Móðirin hafi veitt honum góð ráð. 21.8.2013 07:30 Fullur á sokkunum að hlaupa fyrir bíla Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um að ofurölvi maður á sokkaleistunum væri að hlaupa fyrir bíla á miðri Ölfusárbrú um hálf tvö leitið í nótt. 21.8.2013 07:29 Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Hægt er að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur út frá upplýsingum utan úr geimnum. Þegar eru slík gögn nýtt til fiskveiða víða um heim. Hinn tæknivæddi íslenski fiskiskipafloti nýtir slík gögn í sífellt meiri mæli. 21.8.2013 07:00 Óvíst um þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki liggja fyrir hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 21.8.2013 07:00 Lögreglumaður fékk nálgunarbann á eltihrelli Karlmaður hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að ofsækja lögreglumann, meðal annars á heimili hans. Ofbeldi eykst og ekki er einsdæmi að lögreglumenn séu ofsóttir, segir formaður Landssambands lögreglumanna 21.8.2013 07:00 Hundurinn Sunny fluttur í Hvíta Húsið Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa nú boðið velkominn í fjölskylduna, hundinn, Sunny. Hundurinn er portúgalskur vatnahundur og eru allir í Hvíta Húsinu í skýjunum með nýjasta meðliminn. Talsmaður Hvíta Hússins sagði á Twitter síðu sinni að þessi tegund henti vel þeim eru með ofnæmi, en dóttir hjónanna, Malia Obama er einmitt með hundaofnæmi. 20.8.2013 09:24 Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20.8.2013 21:51 ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi. 20.8.2013 21:45 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirlýsing frá Nóa Síríus: Fjárkúgunartilraunin var viðvaningsleg Stjórnendur Nóa Síríusar staðfesta að tilraun hafi verið gerð til að kúga fé út úr fyrirtækinu. Tveir aðilar taldir tengjast málinu. 22.8.2013 13:13
Leikskólastjórinn hefur ekki séð myndböndin Hún telur það jafnframt alvarlegt að stúlkurnar hafi ekki látið sig vita af þessu strax, sérstaklega í ljósi þess að þetta eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. 22.8.2013 12:45
200 menntaskólanemar strandaglópar - fyrsti skóladagur á morgun "Fyrsti skóladagurinn er á morgun, og þá mun vanta heilan árgang,“ segir Birna Ketilsdóttir, Inspector scholae hjá Menntaskólanum í Reykjavík, en hún er ein af 200 nemendum sem eru strandaglópar á grísku eyjunni Krít eftir tíu daga ferð útskriftarárgangs skólans. 22.8.2013 12:20
Lögregla íhugar nálgunarbann "Það hefur ekki komið til tals að fara fram á nálgunarbann en það er inni í myndinni,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, en embættið rannsakar alvarlegt áreiti karlmanns gagnvart lögreglukonu sem átti sér stað á Seyðisfirði í síðustu viku. 22.8.2013 11:15
Norðlingaalda í verndarflokk að faglegu mati Fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar talar þvert á orð iðnaðarráðherra. Fagleg sjónarmið hafi ráðið því að Norðlingaalda var sett í verndarflokk. 22.8.2013 10:41
Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Erlendir sendierindrekar lúta ekki íslenskri refsilöggjöf og ekki má stefna þeim nema í undantekningartilvikum. Sérfræðingur í þjóðarétti segir gagnkvæmni í samskiptum ríkja leiða til þess að sendierindrekar fara að lögum móttökuríkisins. 22.8.2013 10:41
Mál á hendur Sigga hakkara fellt niður - tveir aðrir grunaðir um að kúga fé út úr Nóa Síríus Sigurður Þórðarson, eða Siggi Hakkari, eins og hann er oft nefndur verður ekki ákærður fyrir aðild sína að fjárkúgunarmáli. Þetta kemur fram í bréfi frá Ríkissaksóknara sem Sigurður hefur nú birt á Twitter-síðu sinni. Sigurður þessi komst í fréttirnar á sínum tíma þegar í ljós kom að bandarískir alríkislögreglumenn höfðu yfirheyrt hann vegna tengsla hans við Wikileaks síðuna. 22.8.2013 08:53
Makrílskipin flýja síldina Stóru makrílveiðiskipin, sem vinna og frysta aflann um borð, eru öll komin vestur fyrir land á flótta undan síld, sem hefur farið upp í helming aflans á miðunum austur af landinu. Útgerðir skipanna vilja treina síldarkvótann þar til makrílveiðunum lýkur, auk þess sem það tefur vinnsluna að vera að vinna bæði síld og makríl í einu. 22.8.2013 08:08
Neyðarflugeldi stolið og honum skotið á loft Björgunarsveit var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að tilkynningar bárust um að neyðarblys hafi sést vestur af Eiðisskeri undan ströndum Seltjarnarness. Björgunarbátur var sendur út, þyrla Landhelgisgæslunnar leiltaði á svæðinu og sjóliðar af varðskipi, sem statt var í grenndinni, leituðu einnig á léttbáti, en eftir klukkustundar leit þótti ljóst að engin sæfari væri í hættu og var leitinni hætt. 22.8.2013 08:06
Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð á dómnum yfir Manning Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð sinni á því óréttlæti, sem felst í því að Bradley Manning hafi verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að hafa upplýst um hernaðar- og utanríkismál Bandaríkjanna. Dómurinn sé aðför að upplýsinga- og tjáningafrelsi einstakalinga. 22.8.2013 08:04
Skólarnir hefjast í dag Umþaðbil 40 þúsund börn hefja skólagöngu í dag þegar grunnskólarnir verða settir og hefst kennsla á morgun. Fjöldi barna mun þá stíga sín fyrstu skref í umferðinni og vill Samgöngustofa brýna fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og bendir á að barn, sem er að byrja í skóla, hafi ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli að gefa gaum í uimferðinni. 22.8.2013 08:02
Byggðastofnun græðir á fyrirhuguðum kvóta Rúmlega milljarða lán Byggðastofnunar er með veð sem varð verðlaust þegar úthafsrækjuveiðar voru gefnar frjálsar. Áform nýs ráðherra glæða vonir um heimtur. 22.8.2013 07:00
Leikskólamálið ekki á borði lögreglunnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið tilkynningu um meint ofbeldi á leikskólanum 101 á Bræðraborgarstíg inn á sitt borð. Málið er í könnun hjá Barnaverndarnefnd en þar fást þau svör að málið verði kannað til hlítar, svo verður málinu hugsanlega vísað áfram til lögreglu. Það er þó ekki víst að málið rati þá leið að lokum. 22.8.2013 07:00
Vantreysta þingi út af skítkasti Tæplega 80% svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á trausti til Alþingis segjast vantreysta þingi vegna samskiptamáta þingmanna. 22.8.2013 07:00
Fundar um Fukushima-slysið Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hefur þegið boð Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um að vera forseti alþjóðlegs fundar um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima. 22.8.2013 07:00
Tvöfalt meira borðað af íslensku skyri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi Innan við þriðjungur af 36 milljón dósum sem framleiddar eru af íslensku skyri er borðaður á Íslandi. Geysileg aukning er í sölunni í öðrum norrænum ríkjum þar sem skyrið er framleitt með leyfi Mjólkursamsölunnar. 22.8.2013 07:00
"Hver býðst til að útskýra það réttlæti fyrir börnunum?“ Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, segir á Facebook síðu sinni í kvöld frá írönskum systkinum sem hann og kvikmyndatökumaðurinn Ingi R. Ingason hittu í Bagdad árið 2010. 21.8.2013 22:00
Heppinn Dani vann 1,3 milljarða Hann var heppinn Daninn sem hlaut fyrsta vinning í Víkingalottóinu í kvöld því hann fær rúmlega 1,3 milljarða íslenskra króna að launum. Íslenski bónusvinningurinn gekk ekki út og ekki heldur fyrsti vinningurinn í Jókernum. Einn Íslendingur hlaut þó annan vinning í Jókernum og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut. 21.8.2013 19:52
Kópavogur hækkar styrki til barna Kópavogsbær hefur hækkað styrki til niðurgreiðslu gjalda vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga þar í bæ. 21.8.2013 17:11
Bleikur pardus í haldi frönsku lögreglunnar Franska lögreglan handtók mann grunaðan um að tilheyra hópi skartgripaþjófa frá Balkanskaga. 21.8.2013 16:22
Skógræktin neitar hjólhýsaeigendum um rafmagn Landið sem hjólhýsin eru á eru í eigu ríkisins og bendir Eysteinn á að í öðrum hjólahýsabyggðum til dæmis á Laugavatni og á Flúðum sé rafmagn í boði í fyrir húsin. Á Laugavatni sé jafnframt nánast bannað að nota gas. Þar eru hjólhýsabyggðirnar í eigu sveitarfélaganna. 21.8.2013 16:18
„Skelfilegur dómur“ „Skelfileg niðurstaða fyrir þennan unga mann sem gerði ekki annað en hlýða sinni samvisku,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, um fangelsisdóminn yfir Bradley Manning. 21.8.2013 15:15
Leikskólanum 101 lokað tímabundið Ákvörðun skólans að loka tímabundið. Engar athugasemdir gerðar við reglubundið eftirlit. 21.8.2013 15:14
Rigning og rok á Menningarnótt Það gæti orðið nokkuð blautt framan af um það leyti sem Reykjavíkurmaraþonið fer fram og líklega verður einhver gola. Hlauparar ættu því að huga að hentugum fatnaði fyrir hlaupið. 21.8.2013 13:36
Segir myndböndin sýna „slæmt“ ofbeldi Á myndband af starfsmanni leikskólans 101 að rassskella barn. Stjórnendur leikskólans hafna alfarið ásökunum. 21.8.2013 12:17
Burðavirki Elliðaárbrúar risin „Hjólreiðamenningin mun batna mikið með tilkomu þessara nýju brúa yfir Elliðaárósana,“ segir upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. 21.8.2013 11:16
Tveir Íslendingar handteknir í Melbourne Ákærðir fyrir að reyna að smygla um þremur kílóum af kókaíni. 21.8.2013 09:57
Stjórnendur 101 hafna öllum ásökunum Stjórnendur leikskólans 101 hafna alfarið þeim ásökunum sem á þá er borið í yfirlýsingu sem þeir hafa sent frá sér. Þar segjast þeir fagna því að málið sé rannsakað og að sú rannsókn muni leiða það sanna í ljós. Ill meðferð á börnum, sama hvaða nafni hún nefnist, eigi ekki að líðast. 21.8.2013 09:02
Fjórir stórir jakar út af Horni Fjórir stórir borgarísjakar sáust síðdegis í gær út af Horni á Vestfjörðum, þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug yfir svæðið í gær. Þeir voru allt upp í 300 metra langir og mjög breiðir. Tveir þeirra að minnsakosti eru á siglingaleið fyrir Horn. 21.8.2013 08:42
Markús kominn upp úr höfninni á Flateyri Mönnum frá Köfunarþjónustu Sigurðar tókst í gær að ná fiskibátnum Markúsi ÍS af botni hafnarinnar á Flateyri, en hann sökk þar um verslunarmannahelgina. 21.8.2013 08:40
Ók yfir tvö lömb og stakk af Ekið var á tvö lömb, sem bæði drápust, á nýja veginum yfir Lyngdalsheiði einhverntímann seint í gærkvöldi og skildi ökumaður hræin af þeim eftir á miðjum veginum. Ökumaður, sem kom þar að um klukkan ellefu í gærkvöldi tilkynnti lögreglunni á Selfossi um málið, og fór hún á vettvang. 21.8.2013 08:01
Tapa á strætisvögnum og vilja yfirdrátt Eyþing, samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, segja tap á almenningsamgöngum á vegum samtakanna. 21.8.2013 08:00
Þrír teknir úr umferð Ölvaður ökumaður fór mikinn í austurborginni um þrjú leytið í nótt og mældu lögreglumenn bíl hans á 109 kílómetra hraða þegar hann ók yfir gatnamót á móti rauðu ljósi. Þeim tókst að stöðva manninn skömmu síðar og taka hann úr umferð. Tveir aðrir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt fyrir ölvunarakstur. 21.8.2013 07:50
Slasaði sig við að stökkva yfir læk Kona missté sig þegar hún var að stökkva yfir læk í Reykjadal, ofan við Hveragerði í gærkvöldi. Samferðafólk hennar kallaði eftir aðstoð og voru björgunarsveitarmenn og sjúkrabíll sendir á vettvang. Björgunarmennirnir báru konuna niður í sjúkrabílinn, en eftir aðhlynningu þar um borð, var konan útskrifuð. 21.8.2013 07:47
Surg berst frá raflínum við Vallahverfi Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði segja að í rigningu "surgi“ í raflínum sem liggja fram hjá hverfinu að álverinu í Straumsvík. 21.8.2013 07:45
Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani Sölumaður lífgaði við sjö ára dreng sem hættur var á anda þegar móðir hans kom með hann í Flügger-búðina á Akureyri á mánudag. Áminning um að að endurnýja skyndihjálparkunnáttuna segir Ævar Jónsson. Móðirin hafi veitt honum góð ráð. 21.8.2013 07:30
Fullur á sokkunum að hlaupa fyrir bíla Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um að ofurölvi maður á sokkaleistunum væri að hlaupa fyrir bíla á miðri Ölfusárbrú um hálf tvö leitið í nótt. 21.8.2013 07:29
Makrílveiðimenn fá aðstoð úr geimnum Hægt er að ákvarða líklega veiðistaði makríls við Íslandsstrendur út frá upplýsingum utan úr geimnum. Þegar eru slík gögn nýtt til fiskveiða víða um heim. Hinn tæknivæddi íslenski fiskiskipafloti nýtir slík gögn í sífellt meiri mæli. 21.8.2013 07:00
Óvíst um þjóðaratkvæðagreiðslu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki liggja fyrir hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB). 21.8.2013 07:00
Lögreglumaður fékk nálgunarbann á eltihrelli Karlmaður hefur verið úrskurðaður í nálgunarbann fyrir að ofsækja lögreglumann, meðal annars á heimili hans. Ofbeldi eykst og ekki er einsdæmi að lögreglumenn séu ofsóttir, segir formaður Landssambands lögreglumanna 21.8.2013 07:00
Hundurinn Sunny fluttur í Hvíta Húsið Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa nú boðið velkominn í fjölskylduna, hundinn, Sunny. Hundurinn er portúgalskur vatnahundur og eru allir í Hvíta Húsinu í skýjunum með nýjasta meðliminn. Talsmaður Hvíta Hússins sagði á Twitter síðu sinni að þessi tegund henti vel þeim eru með ofnæmi, en dóttir hjónanna, Malia Obama er einmitt með hundaofnæmi. 20.8.2013 09:24
Sumarstarfsmenn tilkynntu um ofbeldi á leikskóla Barnavernd Reykjavíkur rannsakar hvort starfsmenn leikskólans 101 í Reykjavík hafi beitt börn margvíslegu harðræði. Þetta kemur fram á ruv.is. þar segir að málið komst upp þegar tveir sumarstarfsmenn á leikskólanum sýndu barnavernd myndbönd í morgun og tilkynntu málið formlega. 20.8.2013 21:51
ESB viðræðum ekki slitið og óvíst um atkvæðagreiðslu Fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til að slíta viðræðum við ESB með formlegri samþykkt Alþingis heldur sé rétt að bíða eftir skýrslu um stöðuna innan sambandsins. Talsmaður stækkunarstjóra ESB segir að einróma ákvörðun allra aðildarríkja ESB um að hefja formlegar viðræður við Ísland sé enn í fullu gildi. 20.8.2013 21:45