Byggðastofnun græðir á fyrirhuguðum kvóta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Hremmingar í rækjuvinnslu frá því um miðjan síðasta áratug eru að valda undarlegum fléttum enn í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Byggðastofnun hagnast verulega ef Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setur úthafsrækjuveiðar aftur í kvóta eins og hann hefur boðað. Byggðastofnun á 12,2 prósent af heildaraflamarki í úthafsrækju auk þess að vera með 4,25 prósenta hlutdeild í svokallaðri flæmingjarækju sem veidd er við Nýfundaland. Stofnunin gekk að þessum heimildum við gjaldþrot fyrirtækja í veiðum og vinnslum á rækju en fjölmörg slík fyrirtæki fóru í þrot um miðjan síðasta áratug. Samtals er 1,3 milljarða lán Byggðastofnunar með veð í slíkum veiðiheimildum. Þegar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gaf veiðar á úthafsrækju frjálsar árið 2010 urðu þessar heimildir verðlausar. Þá var ákveðið að afskrifa eftirstöðvar lánanna sem þær voru veðsettar fyrir. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að ef úthafrækja verði aftur sett í kvóta breytist forsendurnar. „Þá má ætla að margumræddar veiðiheimildir í vörslu Byggðastofnunar geti haft umtalsvert verðgildi,“ segir hann. „Og þannig skapað möguleika á að endurheimta að einhverju leiti þau lán sem áður höfðu tapast vegna áfalla í rækjuiðnaðinum. Þó ber að hafa í huga að mjög erfitt er að leggja mat á mögulegt verðmæti þeirra enda hafa veiðiheimildir í úthafsrækju ekki verið söluvara á markaði um margra ára skeið. Þá hefur heldur enginn kvóti verið gefinn út enn.“ Rækjuvinnsla á Íslandi gekk í gegnum miklar hremmingar um miðbik síðasta áratugar. Í ársbyrjun 2005 voru ellefu rækjuverksmiðjur starfandi á landinu en árið 2010 voru þær teljandi á fingrum annarar handar. - jse Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Byggðastofnun hagnast verulega ef Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setur úthafsrækjuveiðar aftur í kvóta eins og hann hefur boðað. Byggðastofnun á 12,2 prósent af heildaraflamarki í úthafsrækju auk þess að vera með 4,25 prósenta hlutdeild í svokallaðri flæmingjarækju sem veidd er við Nýfundaland. Stofnunin gekk að þessum heimildum við gjaldþrot fyrirtækja í veiðum og vinnslum á rækju en fjölmörg slík fyrirtæki fóru í þrot um miðjan síðasta áratug. Samtals er 1,3 milljarða lán Byggðastofnunar með veð í slíkum veiðiheimildum. Þegar Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gaf veiðar á úthafsrækju frjálsar árið 2010 urðu þessar heimildir verðlausar. Þá var ákveðið að afskrifa eftirstöðvar lánanna sem þær voru veðsettar fyrir. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að ef úthafrækja verði aftur sett í kvóta breytist forsendurnar. „Þá má ætla að margumræddar veiðiheimildir í vörslu Byggðastofnunar geti haft umtalsvert verðgildi,“ segir hann. „Og þannig skapað möguleika á að endurheimta að einhverju leiti þau lán sem áður höfðu tapast vegna áfalla í rækjuiðnaðinum. Þó ber að hafa í huga að mjög erfitt er að leggja mat á mögulegt verðmæti þeirra enda hafa veiðiheimildir í úthafsrækju ekki verið söluvara á markaði um margra ára skeið. Þá hefur heldur enginn kvóti verið gefinn út enn.“ Rækjuvinnsla á Íslandi gekk í gegnum miklar hremmingar um miðbik síðasta áratugar. Í ársbyrjun 2005 voru ellefu rækjuverksmiðjur starfandi á landinu en árið 2010 voru þær teljandi á fingrum annarar handar. - jse
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira