Innlent

Tveir Íslendingar handteknir í Melbourne

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mennirnir voru dregnir fyrir rétt í dag og var ræðismaður Íslands viðstaddur ásamt túlki.
Mennirnir voru dregnir fyrir rétt í dag og var ræðismaður Íslands viðstaddur ásamt túlki. mynd/getty
Tveir Íslendingar á þrítugsaldri voru handteknir á flugvellinum í Melbourne í gær og ákærðir fyrir að reyna að smygla um þremur kílóum af kókaíni inn í landið. Mennirnir voru leiddir fyrir dómara í dag og var ræðismaður Íslands viðstaddur ásamt túlki.

Ástralski fréttavefurinn The Age greinir frá því að íslensk kona, sem starfar sem kennari, hafi aðstoðað sem túlkur. Ruth Parker, verjandi annars mannsins, segir að aðeins sé vitað um tvo túlka í Melbourne sem kunni íslensku en hvorugur þeirra hafi getað komið.

Að sögn saksóknarans hafa efnin ekki verið vigtuð vegna þess hvernig þau voru geymd, en áætlað er að þau séu um þrjú kíló. Greining á efnunum er sögð taka um sex vikur.

Mennirnir tveir eru ekki búsettir í Ástralíu, en þeir þurfa að mæta aftur fyrir rétt í nóvember. Þá fór hvorugur þeirra fram á lausn gegn tryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×