Innlent

Kópavogur hækkar styrki til barna

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Kópavogsbær hækkar íþrótta- og tómstundastyrki til barna.
Kópavogsbær hækkar íþrótta- og tómstundastyrki til barna.
Kópavogsbær hefur hækkað styrki til niðurgreiðslu gjalda vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og unglinga þar í bæ.

Styrkurinn nær til barna og ungmenna á aldrinum fimm til átján ára og er það breyting frá því sem verið hefur þar sem aldurshámarkið var sautján.

Styrkurinn hækkar úr 12 þúsund krónum í 13.500 krónur ár ári, fyrir hverja íþrótta- eða tómstundagrein sem stunduð er. Hægt er að fá styrki fyrir tvær greinar og getur styrkurinn því numið 27 þúsund krónum á hvert ungmenni á ári. 

Ákvörðunin var tekin af bæjarstjórn fyrr á árinu og gert er ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun ársins. Styrkinn geta aðeins þau börn og ungmenni fengið, sem eiga lögheimili í bænum.

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×