Innlent

Fundar um Fukushima-slysið

Sigurður M. Magnússon
Sigurður M. Magnússon
Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, hefur þegið boð Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) um að vera forseti alþjóðlegs fundar um geislavarnir eftir kjarnorkuslysið í Fukushima.

Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum IAEA í Vínarborg í febrúar á næsta ári.

Á fundinum verður meðal annars fjallað um þá geislun sem fólk varð fyrir og með hvaða hætti það var, ýmsa læknisfræðilega og þjóðfélagslega þætti og aðgerðir til að draga úr afleiðingum slyssins til lengri tíma.- vg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×