Innlent

Makrílskipin flýja síldina

Stóru makrílveiðiskipin, sem vinna og frysta aflann um borð, eru öll komin vestur fyrir land á flótta undan síld, sem hefur farið upp í helming aflans á miðunum austur af landinu. Útgerðir skipanna vilja treina síldarkvótann þar til makrílveiðunum lýkur, auk þess sem það tefur vinnsluna að vera að vinna bæði síld og makríl í einu.

Makrílveiðar smábáta hafa ekki gengið að vonum. Að vísu gerði gott skot í Steingrímsfirði á Ströndum upp úr verslunarmannahelginni,  aftur út af Aranrstapa fyrir nokkrum dögum, og svo óð makríll út af vatrnsleysuströnd í gær. Afli þeirra er að nálgast tvö þúsund tonn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×