Innlent

Neyðarflugeldi stolið og honum skotið á loft

Björgunarsveit var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöldi, eftir að tilkynningar bárust um að neyðarblys hafi sést vestur af Eiðisskeri undan ströndum Seltjarnarness. Björgunarbátur var sendur út, þyrla Landhelgisgæslunnar leiltaði á svæðinu og sjóliðar af varðskipi, sem statt var í grenndinni, leituðu einnig á léttbáti, en eftir klukkustundar leit þótti ljóst að engin sæfari væri í hættu og var leitinni hætt.

Síðar í nótt kom í ljós að farið hafði verið um borð í bát í Reykjavíkurhöfn og björgunarbáturinn í honum sprengdur upp. Úr honum var ýmsu stolið og meðal annars neyðarflugeldi, eftir því sem fréttastofan kemst næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×