Tvöfalt meira borðað af íslensku skyri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Þróun í fjölda seldra skyrdósa á Norðurlöndunum utan Íslands. Til samanburðar eru seldar 11,7 milljónir skyrdósa á Íslandi. Heimild/Mjólkursamslan. „Þetta er gott vandamál,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um gríðarlega aukningu í sölu á íslensku skyri annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Einars eru nú framleiddar um 36 milljónir dósa af íslensku skyri árlega. Af þeim neyta Íslendingar um 11,7 milljón dósa. Afgangurinn er að langmestu leyti borðaður í hinum norrænu ríkjunum. „Við höfum 380 tonna tollfrjálsan kvóta inn í Evrópusambandið og erum löngu búnir að sprengja hann. Í Danmörku og í Noregi er því verið að framleiða skyr með leyfum frá okkur og undir eftirliti okkar,“ segir Einar og útskýrir að notaðir séu mjólkursýrugerlar sem MS hafi einkaleyfi á sem og uppskriftir og vörumerki fyrirtækisins sem fái þóknun fyrir hverja dós. „Það vissulega hjálpar upp á sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, býst við að mikill vöxtur í skyrsölu á Norðurlöndum haldi áfram.Fréttablaðið/Vilhelm Á Norðurlöndunum býst Einar við að á þessu ári verði seld á bilinu 4.300 til 4.500 tonn af íslensku skyri. Í Finnlandi hafi salan tvöfaldast frá í fyrra. „Þetta hefur vaxið svo hratt að það er farið að hrikta í framleiðslugetunni og við erum farin að skoða möguleika á að auka hana. Við munum leysa það vegna þess að við höldum að það verði áframhaldandi mjög góður vöxtur í skyrsölunni,“ segir Einar sem rekur aukna skyrneyslu ytra meðal annars til áhuga á Íslandi og breytinga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í próteinríkar vörur á borð við skyr.“Íslensk skyr selst vel á Norðurlöndunum í takt við breytta neysluhætti þar sem áhersla er á próteinríkt og fitusnautt fæði. Önnur mjólkurvörufyrirtæki sækja nú á sömu mið. „Við héldum fyrst að það myndi ganga á okkar markaðshlutdeild en sókn þeirra virðist bara stækka heildarmarkaðinn mjög hratt,“ segir Einar, sem hefur ekki áhyggjur af öðrum skyrtegundum. „Það eru til eftirlíkingar af skyri á Norðurlöndunum en engin af þeim hefur náð þessari fótfestu vegna þess að það er einfaldlega ekki eins vel þróuð og bragðgóð vara og íslenska skyrið,“ segir forstjóri MS. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta er gott vandamál,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um gríðarlega aukningu í sölu á íslensku skyri annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Einars eru nú framleiddar um 36 milljónir dósa af íslensku skyri árlega. Af þeim neyta Íslendingar um 11,7 milljón dósa. Afgangurinn er að langmestu leyti borðaður í hinum norrænu ríkjunum. „Við höfum 380 tonna tollfrjálsan kvóta inn í Evrópusambandið og erum löngu búnir að sprengja hann. Í Danmörku og í Noregi er því verið að framleiða skyr með leyfum frá okkur og undir eftirliti okkar,“ segir Einar og útskýrir að notaðir séu mjólkursýrugerlar sem MS hafi einkaleyfi á sem og uppskriftir og vörumerki fyrirtækisins sem fái þóknun fyrir hverja dós. „Það vissulega hjálpar upp á sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, býst við að mikill vöxtur í skyrsölu á Norðurlöndum haldi áfram.Fréttablaðið/Vilhelm Á Norðurlöndunum býst Einar við að á þessu ári verði seld á bilinu 4.300 til 4.500 tonn af íslensku skyri. Í Finnlandi hafi salan tvöfaldast frá í fyrra. „Þetta hefur vaxið svo hratt að það er farið að hrikta í framleiðslugetunni og við erum farin að skoða möguleika á að auka hana. Við munum leysa það vegna þess að við höldum að það verði áframhaldandi mjög góður vöxtur í skyrsölunni,“ segir Einar sem rekur aukna skyrneyslu ytra meðal annars til áhuga á Íslandi og breytinga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í próteinríkar vörur á borð við skyr.“Íslensk skyr selst vel á Norðurlöndunum í takt við breytta neysluhætti þar sem áhersla er á próteinríkt og fitusnautt fæði. Önnur mjólkurvörufyrirtæki sækja nú á sömu mið. „Við héldum fyrst að það myndi ganga á okkar markaðshlutdeild en sókn þeirra virðist bara stækka heildarmarkaðinn mjög hratt,“ segir Einar, sem hefur ekki áhyggjur af öðrum skyrtegundum. „Það eru til eftirlíkingar af skyri á Norðurlöndunum en engin af þeim hefur náð þessari fótfestu vegna þess að það er einfaldlega ekki eins vel þróuð og bragðgóð vara og íslenska skyrið,“ segir forstjóri MS.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira