Innlent

Norðlingaalda í verndarflokk að faglegu mati

Jóhannes Stefánsson skrifar
Deilt er um af hvaða ástæðum Norðlingaöldu var skipað í verndarflokk.
Deilt er um af hvaða ástæðum Norðlingaöldu var skipað í verndarflokk. Mynd/Landsvirkjun
lSvanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar um rammaáætlun, segir af og frá að fagleg sjónarmið hafi ekki búið að baki því að Norðlingaölduveita hafi verið sett í verndarflokk í rammaáætlun.

„Nei, það er af faglegum ástæðum sem að Norðlingaölduveita lendir í verndarflokki. Það eru fullkomlega faglegar ástæður og það hafði enginn stjórnmálamaður nein afskipti af því,“ segir Svanfríður.

Hún segir ýmsa samverkandi þætti hafa verið þess valdandi að Norðlingaölduveita sé í verndarflokki. „Þegar ákvörðun var tekin um Norðlingaölduveitu var ekki síst litið til þess að Alþingi var búið að fjalla um Norðlingaölduveitu,“ segir Svanfríður.

Hún segir að náttúruverndaráætlun hafi meðal annars haft áhrif á matið.

„Norðlingaölduveita var í rauninni komin hálfa leið inn í friðunarflokk af því að Alþingi hafði með náttúruverndaráætlun stækkað útmörk friðlandsins. Það var litið til þess sem Alþingi hafði áður tekið ákvörðun um,“ segir Svanhildur.

Orð Svanfríðar eru þvert á orð iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudaginn að skipun Norðlingaölduveitu í verndarflokk hefði verið „pólitísk ákvörðun tekin af Alþingi og í krafti síðasta meirihluta“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×